Press Enter / Return to begin your search.

Málþing: Frá upphafi til enda – Plast í íslenskri matvælaframleiðslu

Þann 30. september kl. 17.00 verður málþingið “Frá upphafi til enda – plastnotkun í íslenskri matvælaframleiðslu” haldið í Veröld – Húsi Vigdísar. Rætt verður um þær áskoranir sem framleiðendur, seljendur, neytendur og móttökuaðilar sorps standa frammi fyrir með að minnka plastið og hvaða tækifæri eru til staðar til að gera betur. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður viðburðurinn lokaður en við hvetjum alla til að fylgjast með málþinginu í streymi hér: https://www.youtube.com/user/HIvarp/live Dagskrá: Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri MS Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna Þóra Þórisdóttir, framkvæmdastjóri Nándarinnar Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, neytandi minnasorp.com Gyða S. Björnsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá SORPU […]

Read More

Breytum til hins betra

Stundum stöndum við frammi fyrir vanda sem er svo stór að við vitum ekki hvernig hægt er að vinna á honum. Plastmengun í heiminum er af slíkri stærðargráðu. Eins og önnur mengun þekkir plastmengun engin landamæri; hinar afskekktu Hornstrandir þar sem enginn býr eru fullar af plasti frá útlöndum og plastruslið okkar frá Íslandi flýtur lengst norður á Svalbarða. Við erum alltaf að læra meira um plastmengun t.d. að plast eyðist ekki heldur brotnar niður í örplast sem finnst nú á hæstu fjallstindum og dýpstu sjávarálum jarðar. Það finnst líka i dýrum og drykkjarvatni á Íslandi. Fyrir fjórum árum sátu […]

Read More

Plastlaust popup

Eftirfarandi verslanir taka þátt í Plastlausu popupi sem stendur 5. og 6. september 2020 eða í 48 tíma frá miðnætti aðfararnótt laugardags til miðnættis aðfararnótt mánudags, smelltu á hlekkina og kynntu þér tilboðin, flestar verslananna nota kóðann ‘plastlaus20’ til að framkalla afsláttinn þó að í einhverjum tilfellum sé hann settur beint á vöruna og þá er það tekið fram hér að neðan: Anna Rósa grasalæknir – 20% afsláttur af 24 stunda hrukkukremi. Austurlands Food Coop Farvi – 20% afsláttur af öllum vörum með kóðanum plastlaus20 Fjölnota – 15% afsláttur af öllum vörum með kóðanum plastlaus20. Fill Ísland – 15% afsláttur […]

Read More

Jólaundirbúningur

  Jólaundirbúningur Margar leiðir eru færar til að draga úr plastnotkun í jólaundirbúningi: Jóladagatöl: Notast við fjölnota dagatöl, ef það þarf að pakka hverri gjöf inn þá er um að gera að nota gömul tímarit, bækur eða endurnýta jólapappírinn frá því í fyrra. Einnig er sniðugt að sauma litla poka sem hengdir eru á dagatalið og notaðir eru aftur og aftur.  Hugmyndir að gjöfum: Sælgæti Heimatilbúin persónuleg bókamerki Blýantar Sokkar eða annan smáfatnað sem vantar Snyrtivörur eins og sápu, baðbombu, tannkrem og bambustannbursta Kaupa notuð leikföng Trélitir, snjallt að skipta upp og gefa e.t.v. 1-3 í einu Hárteygjur (umhverfisvænar) Fjölnota […]

Read More

Opnunarhátíð Ráðhúsi Reykjavíkur, 1. september 2019 – Markaður, Erindi, fræðsla

Þann 1. september n.k. mun árvekniátakið Plastlaus september hefjast með opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 12-16. Í salnum verður markaður með plastlausar vörur auk kynningarbása þar sem hægt er að fá hugmyndir og fræðast. Klukkan 12 mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra setja átakið og afhenda Bláskelina, nýja viðurkenningu fyrir plastlausa lausn. Einnig verða fræðsluerindi: Margrét Hugadóttir frá Landvernd og Björn Steinar og Brynjólfur frá Plastplani.

Read More

Plastlaus lífstíll

Á þessari heimasíðu er að finna ráð til að minnka plastnotkun í daglegu lífi. Einnig er hægt að fá góð ráð um plastlausan lífstíl, hafa skoðanaskipti, koma með ábendingar og deila eigin reynslu á helstu samfélagsmiðlum átaksins sem eru eftirfarandi:

Read More

Matarinnkaup

Líklega eru matarinnkaup mesta uppspretta einnota plasts sem fellur til á íslenskum heimilum. Í þessum kafla finnurðu nokkur ráð til að sporna við því.

Read More
Instagram did not return a 200.

Instagram @ plastlausseptember