Veljum okkur verkefni úr listanum, eitt eða fleiri og tökum áskoruninni #plastlaus:
Henda plasti í almennt rusl
Skilað öllu plasti á rétta staði í endurvinnslu.

Grænmeti og ávexti sem pakkað er í plast
Valið grænmeti og ávexti í lausu og komið með fjölnota poka undir ef þarf.

Plastpoka
Notað margnota poka, pappakassa, bakpoka eða önnur margnota ílát.

Snyrtivörur með plastögnum
Forðast vörur með „poly...“ í innihaldslýsingunni. Notað smáforritið Beat the Microbead.

Hreinsiefni í plastumbúðum
Valið sápur og þvottaefni í pappaumbúðum eða áfyllingu. Keypt sápustykki í stað brúsa.

Þurrvörur í plastumbúðum
Valið þurrvörur (pasta, rúsínur) í pappaumbúðum eða fara með eigið ílát til áfyllingar ef hægt er.

Kjöt og fisk í plastumbúðum
Farið í fiskbúð/kjötbúð sem pakkar í pappa eða býður upp á að setja í ílát að heiman.


Plastglös undir drykki á kaffihúsum/veitingastöðum
Komið með margnota mál að heiman, eða drukkið drykkinn í bolla á staðnum. Sleppt plastlokinu.

Gos í plastflöskum
Notað gosvélar. Minnkað gosdrykkjuna. Drukkið vatn í margnota brúsa.

Nota einkabílinn
Hjólað, gengið eða notað almenningssamgöngur, en slit dekkja losar örplast út í umhverfið.

Tuskur úr plastefnum
Notað tuskur úr náttúruefnum, eða endurnýtt ónýtan textíl í nýjar tuskur, svo sem boli.

Sjampó í einnota plastumbúðum
Prófað hársápustykki eða sjampó í áfyllingu.

Einnota plastfilmu eða plastpoka utan um nestið
Notað nestibox eða fjölnota samlokupoka. Krukkur eða umbúðir sem falla til á heimilinu.

Tannkrem í einnota plastumbúðum
Prófað tannkremstöflur eða tannrem í krukku.

Svitalyktareyði í plasti
Veljum plastlausan svitalyktareyði í glerkrukku eða pappastifti.

Ég ætla að taka þátt – hve lengi / hve oft?
- 1 dag
- 1 viku
- Allan september
- Ég ætla að byrja núna til frambúðar
Taktu skrefið
Taktu þátt í Plastlausum september og minnkaðu einnota plastnotkun í einn mánuð með það að markmiði að draga úr henni til frambúðar.
Netföng verða ekki afhent þriðja aðila en verða mögulega notuð fyrir fréttabréf tengd Plastlausum september í framtíðinni. Fréttabréf verða ekki fleiri en tvö á ári.