Press Enter / Return to begin your search.

Velkomin, þetta er fyrsta skrefið!

Litlar breytingar geta haft mikil áhrif í okkar daglega lífi. Enginn getur allt en allir geta eitthvað. Hér fyrir neðan má sækja einföld ráð og innblástur til að hefja vegferðina við að minnka við sig óþarfa plast. Þú getur merkt við verkefni og markmið við hæfi innan þess tímaramma sem þú kýst og látið senda þér til upprifjunar með tölvupósti hvað þú velur.

Leitarðu eftir auknum fróðleik, fleiri ráðum, prentefni eða hugmyndum að frekari aðgerðum? Hér gætirðu fundið næstu skref við hæfi: https://plastlausseptember.is/hvad-getum-vid-gert/

Hvað getum við forðast?
Henda plasti í almennt rusl
Hvað getum við gert?

Skilað öllu plasti á rétta staði í endurvinnslu.

Hvað getum við forðast?
Grænmeti og ávexti sem pakkað er í plast
Hvað getum við gert?

Valið grænmeti og ávexti í lausu og komið með fjölnota poka undir ef þarf.

Hvað getum við forðast?
Plastpoka
Hvað getum við gert?

Notað margnota poka, pappakassa, bakpoka eða önnur margnota ílát.

Hvað getum við forðast?
Snyrtivörur með plastögnum
Hvað getum við gert?

Forðast vörur með „poly...“ í innihaldslýsingunni. Notað smáforritið Beat the Microbead.

Hvað getum við forðast?
Hreinsiefni í plastumbúðum
Hvað getum við gert?

Valið sápur og þvottaefni í pappaumbúðum eða áfyllingu. Keypt sápustykki í stað brúsa.

Hvað getum við forðast?
Þurrvörur í plastumbúðum
Hvað getum við gert?

Valið þurrvörur (pasta, rúsínur) í pappaumbúðum eða fara með eigið ílát til áfyllingar ef hægt er.

Hvað getum við forðast?
Kjöt og fisk í plastumbúðum
Hvað getum við gert?

Farið í fiskbúð/kjötbúð sem pakkar í pappa eða býður upp á að setja í ílát að heiman.

Hvað getum við forðast?
Rör í drykkjum
Hvað getum við gert?

Afþakkað rör.

Hvað getum við forðast?
Plastglös undir drykki á kaffihúsum/veitingastöðum
Hvað getum við gert?

Komið með margnota mál að heiman, eða drukkið drykkinn í bolla á staðnum. Sleppt plastlokinu.

Hvað getum við forðast?
Gos í plastflöskum
Hvað getum við gert?

Notað gosvélar. Minnkað gosdrykkjuna. Drukkið vatn í margnota brúsa.

Hvað getum við forðast?
Nota einkabílinn
Hvað getum við gert?

Hjólað, gengið eða notað almenningssamgöngur, en slit dekkja losar örplast út í umhverfið.

Hvað getum við forðast?
Tuskur úr plastefnum
Hvað getum við gert?

Notað tuskur úr náttúruefnum, eða endurnýtt ónýtan textíl í nýjar tuskur, svo sem boli.

Hvað getum við forðast?
Sjampó í einnota plastumbúðum
Hvað getum við gert?

Prófað hársápustykki eða sjampó í áfyllingu.

Hvað getum við forðast?
Einnota plastfilmu eða plastpoka utan um nestið
Hvað getum við gert?

Notað nestibox eða fjölnota samlokupoka. Krukkur eða umbúðir sem falla til á heimilinu.

Hvað getum við forðast?
Tannkrem í einnota plastumbúðum
Hvað getum við gert?

Prófað tannkremstöflur eða tannrem í krukku.

Hvað getum við forðast?
Svitalyktareyði í plasti
Hvað getum við gert?

Veljum plastlausan svitalyktareyði í glerkrukku eða pappastifti.

Ég ætla að taka þátt – hve lengi / hve oft?

  • 1 dag
  • 1 viku
  • Allan september
  • Ég ætla að byrja núna til frambúðar

Taktu skrefið

Taktu þátt í Plastlausum september og minnkaðu einnota plastnotkun í einn mánuð með það að markmiði að draga úr henni til frambúðar.
Netföng verða ekki afhent þriðja aðila en verða mögulega notuð fyrir fréttabréf tengd Plastlausum september í framtíðinni. Fréttabréf verða ekki fleiri en tvö á ári.

Skráðu þig

Takk fyrir að taka þátt í árvekniátakinu Plastlaus september!

%%undirskriftin þin%%

1.711 underskrifter

Deildu átakinu meðal vina: