Press Enter / Return to begin your search.

Endurvinnsla

Af hverju ætti ég að flokka plast Plast brotnar ekki niður í náttúrunni þannig að það verði aftur að jarðvegi heldur brotnar það í náttúrunni í smærri einingar. Oftast endar plast í það smáum einingum að það fær heitið örplast. Örplast eru þær plastagnir sem eru 5mm eða minni í þvermál. Örplast er hættulegt vegna smæðar sinnar, þ.e. það á greiða leið inn í lífverur, það mælist í drykkjarvatni og í matvælum. Örplast er því komið inn í fæðukeðjuna og er farið að berast í okkur mennina. Plast á víðavangi á greiða leið í hafið. Við höfum sennilegast öll séð […]

Read More

Er plast alslæmt?

Plast kemur við sögu í daglegu lífi og finnst t.d. í öryggisbúnaði; barnabílstólar, hjálmar og öryggisgleraugu og í mörgum hlutum tengdum heilbrigðisgeiranum, æðaleggir, sprautur o.fl. Plast er efni sem hefur valdið umbyltingu á mörgum vígstöðvum. Mataröryggi mannsins hefur batnað þar sem matvæli geta nú geymst lengur vegna plastumbúða. Allskonar vörur sem auðvelda okkur lífið eru gerðar úr plasti, svo sem farsímar, tölvur, burðarpokar og fleira. Það er plast í flugvélum og bílum sem gerir farartækin léttari sem gerir það að verkum að þau þurfa minna eldsneyti. Plastið endist ótrúlega lengi sem getur verið mikill kostur í vörum sem eiga að […]

Read More

Nota Íslendingar mikið plast miðað við aðrar þjóðir?

Framleiðsla á plasti hefur margfaldast tuttugufalt frá árinu 1964 og heldur áfram að aukast. Samkvæmt tölum frá árinu 2018 eru Litháar sú þjóð sem endurvinnur hvað mest af plasti af öllum Evrópulöndunum eða um 74% en Ísland er í 16.sæti á þeim lista með um 42%.  Sameinuðu þjóðirnar hafa hrundið af stað alheimsátaki gegn plastmengun í höfum en eitt af meginmarkmiðum átaksins er að binda enda á notkun einnota plastumbúða. Evrópusambandið hefur samþykkt bann á einnota plast borðbúnað (diska, glös, hnífapör og matprjóna), plaströr, plasteyrnapinna, blöðruprik úr plasti og oxo-degradable plastbakka undir mat (take away box). Þetta bann gildir frá […]

Read More

Er betra að kaupa vörur í gleri frekar en plasti?

Framleiðsla á gleri er verri fyrir umhverfið heldur en framleiðsla á plasti. Ef við skoðum hvað verður um umbúðirnar í þegar notkun þeirra lýkur, þá hefur glerið ekki eins slæm áhrif þegar það kemur út í náttúruna þar sem gler er steinefni. Ekki er hægt að framleiða nýjar glerumbúðir úr gömlum glerumbúðum. Plast er hægt að endurvinna í annars konar vörur eins og flíspeysur. Flíspeysur og annar vefnaður sem er úr plasti skilar örplasti út í hafið þegar það er þvegið. Örplastið á greiða leið í hafið úr niðurfallinu á þvottavélunum okkar. Það er umhverfisvænna að flytja vörur í léttari […]

Read More

Er betra að kaupa vörur úr málmi en plasti?

Svarið við þessari spurning er ekki alveg eins auðvelt og ætla mætti. Framleiðsla á áli hefur í för með sér mikil umhverfisáhrif þar sem ál er búið til úr báxíti sem er málmgrýti sem inniheldur mikið áil. Álframleiðsla snýst um að ná álinu úr berggrýtinu og út úr þessu framleiðsluferli kemur, í stuttu máli, aðallega tvennt: annars vegar fíngert hvítt duft (súrál) og svo þykk rauð leðja sem inniheldur vítissóda. Þessi rauða leðja er allra jafna einskins nýt. Landeyðingin í álframleiðslu, þ.e. landið sem raskast (oft varanlega) vegna námugraftar eftir báxítinu, er verulegt umhverfisvandamál.  Það að framleiða einnota plastflösku úr […]

Read More

Hvað er plast?

Byrjað var að framleiða plast þegar tæknin til þess var uppgötvuð upp úr aldamótunum 1900 og fjöldaframleiðsla á plasti hófst í kring um 1950. Til framleiðslunnar þarf jarðefnaeldsneyti, þ.e. olíu og gas en það eru þrjótandi auðlindir. Olíu er dælt upp úr jörðinni og er hreinsuð í sérstökum olíuhreinsunarstöðvum. Í stuttu máli má segja að þegar jarðefnaeldsneyti er hreinsað og unnið þá myndast hvarfgjarnar sameindir. Þessum sameindum er sem safnað saman og blandað við ákveðinn hvata. Í þessu ferli verða til langar keðjusameindir sem kallaðar eru fjölliður. Úr þessum fjölliðum myndast fljótandi massi sem auðvelt er að forma. Með mismunandi […]

Read More

Samplokk Akureyri

Samplokk þriðjudaginn 21. september Hversu áhugavert rusl getur þú plokkað? Notaðu myllumerkið #samplokk. Vissir þú að það er hægt að fá lánaðar plokktangir á Amtsbókasafninu?  

Read More

Fræðsla um flokkun – Akureyri

Fræðsla um flokkun á Amtsbókasafninu á Akureyri Mánudaginn 20. september kl. 17.00 Hversu vel þarf að skola plastið? Hvernig þekkjum við lífplast og er hægt að flokka það? Hvað vilt þú vita um flokkun? Eyrún Gígja frá Vistorku fræðir okkuur um flokkun á rusli, svo viið getum gert enn betur.

Read More

Málþing – „Plastmengun og loftslagsvandinn“

Slóð á streymi frá málþinginu: https://livestream.com/hi/plastlaussept2021 Málþingið „Plastmengun og loftslagsvandinn“ verður haldið fimmtudaginn 16. september kl. 17.00-18.00 í Auðarsal í Veröld – Húsi Vigdísar. Því verður einnig streymt, hlekkur á streymið mun birtast tímanlega hér á síðunni. Dagskrá málþingsins: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, formaður Plastlauss september setur málþingið  Ávarp dómnefndar Bláskeljarinnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra flytur ávarp og afhendir Bláskelina, viðurkenningu sem er veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu Handhafi viðurkenningar flytur stutta tölu „Gefum lífríki sjávar séns í baráttunni gegn loftslagsbreytingum – burt með plastið“ – Ragnhildur Friðriksdóttir, […]

Read More