Press Enter / Return to begin your search.
 • Sleppum því að versla vöru sem sett er í frauðplast.
 • Veljum staði sem pakka matnum í niðurbrjótanlegar umbúðir (jurtatrefjar eða álíka).
 • Veljum staði sem nota leirtau og hnífapör sem er vaskað upp – ekki einnota.
 • Ef við förum á stað með einnota hnífapörum, tökum okkar eigin með okkur. Jafnvel úr plasti, því það að endurnota plasthnífapör er betra en að nota einnota.
 • Afþökkum rör og plastlok þegar við fáum okkur drykk.

Til að taka með heim

 • Komum með eigið ílát og sjáum hvort við getum fengið matinn í það.
 • Stöldrum við og borðum á staðnum ef það er eina leiðin til að forðast plastumbúðir.
 • Afþökkum rör, plastlok og plasthnífapör.

Drykkir til að taka með

 • Notum okkar eigin margnota mál.
 • Sleppum plastlokinu ef málið gleymist heima.
 • Kaffi er oftast hægt að fá í keramik- eða postulínsbolla og njóta á staðnum.

Brauðmeti

 • Bakarí afgreiða yfirleitt brauðmeti í pappapokum en best er að koma með sinn eigin poka.

Ísbúðir

 • Fáum okkur ís í brauðformi, þá þurfum við ekki plastskeið og sleppum við afgangs rusl.
 • Veljum ísbúð sem afhendir ísinn í pappaboxi en ekki í frauðplasti.
 • Förum með okkar eigið ílát í ísbúðina til að taka ísinn með heim í þar sem það er hægt.

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.

 • Svo gaman að fá gjafir í fjölnota umbúðum.
 • Erum þvílíkt stolt að vera partur af þessu verkefni. Hvetjum alla að fara inn á ust.is til að kynna sér málið frekar og senda inn ábendingar. #ust #bláskelin
 • Óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökk öllum þeim sem studdu við og tóku þátt í plastlausum september. 
Ánægð að geta keypt vínber í bréfpoka svona á síðasta degi ársins. #plastlausseptember #plastlaus
 • Sævari Helga er umhugað um umhverfið og tók þátt í plastlausum september í ár
 • Á Facebook og Instagram síðunni Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu má finna vistvæn ráð fyrir jólin. Nú í nóvember birtist eitt ráð á dag og verða þau því 30!
#vistvænjól
 • Borgarbókasafnið í Árbæ, er með tvær saumavélar og eina overlock vél. Þær er hægt að fá að nota á opnunartíma safnsins. Gert er ráð fyrir að notendur séu sjálfbjarga um notkun.

Þá er einnig haldið svokallað Saumakaffi fyrsta mánudag í mánuði, þá er í boði að fá aðstoð.

Hér er tilvalið tækifæri til að gera við föt eða breyta flík í eitthvað annað.

Hér var ónýtum bómullarbolum breytt í fjölnota hreinsiskífur.
Glasið er kertaglas sem fær nú nýtt hlutverk og var einnig notað til að sníða eftir.

#plastlaus #plastlausseptember

Instagram @ plastlausseptember