Press Enter / Return to begin your search.
 • Sleppum því að versla vöru sem sett er í frauðplast.
 • Veljum staði sem pakka matnum í niðurbrjótanlegar umbúðir (jurtatrefjar eða álíka).
 • Veljum staði sem nota leirtau og hnífapör sem er vaskað upp – ekki einnota.
 • Ef við förum á stað með einnota hnífapörum, tökum okkar eigin með okkur. Jafnvel úr plasti, því það að endurnota plasthnífapör er betra en að nota einnota.
 • Afþökkum rör og plastlok þegar við fáum okkur drykk.

Til að taka með heim

 • Komum með eigið ílát og sjáum hvort við getum fengið matinn í það.
 • Stöldrum við og borðum á staðnum ef það er eina leiðin til að forðast plastumbúðir.
 • Afþökkum rör, plastlok og plasthnífapör.

Drykkir til að taka með

 • Notum okkar eigin margnota mál.
 • Sleppum plastlokinu ef málið gleymist heima.
 • Kaffi er oftast hægt að fá í keramik- eða postulínsbolla og njóta á staðnum.

Brauðmeti

 • Bakarí afgreiða yfirleitt brauðmeti í pappapokum en best er að koma með sinn eigin poka.

Ísbúðir

 • Fáum okkur ís í brauðformi, þá þurfum við ekki plastskeið og sleppum við afgangs rusl.
 • Veljum ísbúð sem afhendir ísinn í pappaboxi en ekki í frauðplasti.
 • Förum með okkar eigið ílát í ísbúðina til að taka ísinn með heim í þar sem það er hægt.

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.