Press Enter / Return to begin your search.

Það getur verið erfitt að finna gjafir sem innihalda ekki plast en hér eru nokkur ráð.

Að gefa

 • Veljum leikföng og aðrar gjafir úr tré eða taui frekar en úr plasti (ekki flísefni heldur).
 • Veljum upplifun s.s. bíómiða, leikhúsmiða eða inneign á veitingastað.
 • Gefum bók (sem ekki er í plasti).
 • Gefum mat af ýmsu tagi (ost, kæfu).
 • Búum til gjafir (sápu, sultu, smákökur).
 • Gefum blóm (ekki láta pakka þeim í plast).
 • Notum band eða garn í stað límbands þegar við pökkum gjöfinni inn. Endurnýtum gjafapappír sem við höfum fengið. Pökkum inn í dagblöð eða gamlar barnateikningar.

Að þiggja

 • Bendum fólki á að gefa börnunum okkar gjafir úr tré, taui (flíkur) eða öðru sem ekki er plast.
 • Bendum fólki á að styrkja góðgerðarsamtök í stað þess að gefa þér gjafir.
 • Bendum fólki á að gefa flíkur úr öðru en flísefni eða polyester.
 • Afþökkum plast.
 • Afþökkum gjafir.

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.

 • Heimagerð jógúrt - auðveldara en maður heldur. 
Uppskrift í athugasemd fyrir neðan. 
#plastlausseptember #plastlaus #jogurt #zerowaste #slowfood
 • Hún Marta, sem er meðlimur í framkvæmdahópi PS, tók yfir instagram story í dag og fór meðal annars yfir þau markmið sem hún setti sér í september ♻️
 • Klaran er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Klaran.is er alltaf opin. 
#plastlausseptember #plastlaus
 • Grænviska er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Grænviska.is er alltaf opin.
 • Mena er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Mena.is er alltaf opin. 
#plastlausseptember #plastlaus
 • Modibodi er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Modibodi.is er alltaf opið. 
#plastlausseptember #plastlaus

Instagram @ plastlausseptember