Press Enter / Return to begin your search.
Veröld – Hús Vigdísar
15. september kl. 17.00

Verið velkomin á afhendingu Bláskeljarinnar og málþingið „Plastvandinn – Reddast þetta?“ í boði Plastlauss september og Umhverfisstofnunar.

Dagskrá:

17.00
Opnunarávarp Natalie Ouellette, formanns Plastlauss september

Bláskelin

Fulltrúi dómnefndar Sigríður Mogensen kynnir Bláskelina sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi plastlausa lausn sem stuðlar að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.
Umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson fer yfir plastmálefnin og afhendir vinningshafa Bláskelina 2022.

Málþing.

Brautryðjendur og sérfræðingar frá fyrirtækjum, háskólasamfélaginu, félagasamtökum og stjórnvöldum munu ræða viðbrögð við plastmengun og hvernig við getum unnið saman.

Umræðustjóri pallborðs:
Eliza Reid, forsetafrú

Þátttakendur í pallborði:
_Anna C W de Matos, framkvæmdastjóri og stofnandi Munasafns Reykjavíkur og í stjórn Hringrásarseturs Íslands
_Ásta Olga Magnúsdóttir, verkefnastjóri loftslagsfræðslu hjá Gagarín
_Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun
_Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Arctic Adventures
_Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra
_Karl Eðvaldsson, framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs Pure North Recycling. Pure North Recycling er handhafi Bláskeljarinnar 2021

Málþingsgestir eru hvattir til þess að spyrja spurninga og taka þátt í umræðum.

18.20
Léttar veitingar verða í boði að loknum pallborðsumræðum og gestir hvattir til að staldra við og ræða málin.

Við hvetjum fólk til að mæta því viðburðinum verður ekki streymt en hann verður tekinn upp og deilt síðar.

Þú getur skráð þig á Facebook viðburðinn hér: https://fb.me/e/1ROxjUiYO