Press Enter / Return to begin your search.

Ýmsar leiðir eru færar til að minnka plast fyrir gæludýr.

Hundaskítur:

 • Notum pappírspoka eða dagblað til að hirða upp skítinn eftir hundinn í stað þess að nota plastpoka.

Kattasandur:

 • Notum kattasand sem kemur í pappírsumbúðum frekar en þann sem kemur í plasti.

Gæludýramatur:

 • Kaupum gæludýramat sem seldur er í pappaumbúðum frekar en plasti.
 • Hundabein má fá í lausu, veljum þau í stað þeirra sem pakkað er í plast.

Gæludýradót:

 • Kaupum vörur úr tré frekar en plasti fyrir dýrin, s.s. stiga og hús fyrir fuglana, mýsnar og hamstrana.

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.

 • Svo gaman að fá gjafir í fjölnota umbúðum.
 • Erum þvílíkt stolt að vera partur af þessu verkefni. Hvetjum alla að fara inn á ust.is til að kynna sér málið frekar og senda inn ábendingar. #ust #bláskelin
 • Óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökk öllum þeim sem studdu við og tóku þátt í plastlausum september. 
Ánægð að geta keypt vínber í bréfpoka svona á síðasta degi ársins. #plastlausseptember #plastlaus
 • Sævari Helga er umhugað um umhverfið og tók þátt í plastlausum september í ár
 • Á Facebook og Instagram síðunni Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu má finna vistvæn ráð fyrir jólin. Nú í nóvember birtist eitt ráð á dag og verða þau því 30!
#vistvænjól
 • Borgarbókasafnið í Árbæ, er með tvær saumavélar og eina overlock vél. Þær er hægt að fá að nota á opnunartíma safnsins. Gert er ráð fyrir að notendur séu sjálfbjarga um notkun.

Þá er einnig haldið svokallað Saumakaffi fyrsta mánudag í mánuði, þá er í boði að fá aðstoð.

Hér er tilvalið tækifæri til að gera við föt eða breyta flík í eitthvað annað.

Hér var ónýtum bómullarbolum breytt í fjölnota hreinsiskífur.
Glasið er kertaglas sem fær nú nýtt hlutverk og var einnig notað til að sníða eftir.

#plastlaus #plastlausseptember

Instagram @ plastlausseptember