Press Enter / Return to begin your search.

Ýmsar leiðir eru færar til að minnka plast fyrir gæludýr.

Hundaskítur:

 • Notum pappírspoka eða dagblað til að hirða upp skítinn eftir hundinn í stað þess að nota plastpoka.

Kattasandur:

 • Notum kattasand sem kemur í pappírsumbúðum frekar en þann sem kemur í plasti.

Gæludýramatur:

 • Kaupum gæludýramat sem seldur er í pappaumbúðum frekar en plasti.
 • Hundabein má fá í lausu, veljum þau í stað þeirra sem pakkað er í plast.

Gæludýradót:

 • Kaupum vörur úr tré frekar en plasti fyrir dýrin, s.s. stiga og hús fyrir fuglana, mýsnar og hamstrana.

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.

 • Á Facebook og Instagram síðunni Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu má finna vistvæn ráð fyrir jólin. Nú í nóvember birtist eitt ráð á dag og verða þau því 30!
#vistvænjól
 • Borgarbókasafnið í Árbæ, er með tvær saumavélar og eina overlock vél. Þær er hægt að fá að nota á opnunartíma safnsins. Gert er ráð fyrir að notendur séu sjálfbjarga um notkun.

Þá er einnig haldið svokallað Saumakaffi fyrsta mánudag í mánuði, þá er í boði að fá aðstoð.

Hér er tilvalið tækifæri til að gera við föt eða breyta flík í eitthvað annað.

Hér var ónýtum bómullarbolum breytt í fjölnota hreinsiskífur.
Glasið er kertaglas sem fær nú nýtt hlutverk og var einnig notað til að sníða eftir.

#plastlaus #plastlausseptember
 • Við þökkum öllum sem tóku þátt í plastlausum september í ár. Við hvetjum ykkur til að halda áfram á sömu braut svo Mugison geti haldið áfram að semja texta um fallega landið okkar. #plastlausseptember #plastlaus
 • Vinningstillagan #beljuríbúð - mjólkurvörur í margnota umbúðum. Til hamingju 👏
 • Skoðum innihaldslýsingu! Sniðgöngum vörur með þessum efnum! Avoid microplastics in cosmetics!! @plastlausseptember @landvernd #microplastics #cosmetics #makeup #makeuptutorial #makeupartist
 • Hér er hluti af hópnum sem stendur á bak við plastlausan september við fundarstörf.#plastlaus #plastlausseptember #workinghard

Instagram @ plastlausseptember