Press Enter / Return to begin your search.

Ýmsar leiðir eru færar til að minnka plast fyrir gæludýr.

Hundaskítur:

 • Notum pappírspoka eða dagblað til að hirða upp skítinn eftir hundinn í stað þess að nota plastpoka.

Kattasandur:

 • Notum kattasand sem kemur í pappírsumbúðum frekar en þann sem kemur í plasti.

Gæludýramatur:

 • Kaupum gæludýramat sem seldur er í pappaumbúðum frekar en plasti.
 • Hundabein má fá í lausu, veljum þau í stað þeirra sem pakkað er í plast.

Gæludýradót:

 • Kaupum vörur úr tré frekar en plasti fyrir dýrin, s.s. stiga og hús fyrir fuglana, mýsnar og hamstrana.

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.

 • Við getum öll haft áhrif!
 • Sigrún Edda er með fræðslu um taubleyjur í "story" í dag. Ef þið misstuð af því er það líka að finna undir "Highlights" hèr á Instagram. #breytumtilhinsbetra. #plastlaus #plastlausseptember
 • Takk fyrir frábæran mánuð!
Styrktar- og samstarfsaðilar árið 2020 eru Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, @reykjavikurborg , @reykjanesbaer, @hafnarfjordur , @sorpa.is og Umhverfisstofnun.
 • Vantar þig tannkrem? Prófaðu næst að kaupa plastlaust tannkrem í glerkrukku eða tannkremstöflur.
 • Næst þegar þig vantar tannþráð prófaðu þá að skipta út plasttannþræðinum fyrir áfyllanlegan silki tannþráð. p.s. notaður tannþráður fer í ruslið, ekki klósettið!
 • Málþinginu „Frá upphafi til enda. Plastnotkun í íslenskri matvælaframleiðslu“ verður streymt á Facebook og visir.is miðvikudaginn 30. september kl. 17.00. Skráðu þig á viðburðinn á Facebook síðunni okkar til að fá áminningu þegar málþingið hefst. 
​#plastlaust #plastlausseptember #minnaplast

Instagram @ plastlausseptember