Press Enter / Return to begin your search.

Ýmsar leiðir eru færar til að minnka plast fyrir gæludýr.

Hundaskítur:

  • Notum pappírspoka eða dagblað til að hirða upp skítinn eftir hundinn í stað þess að nota plastpoka.

Kattasandur:

  • Notum kattasand sem kemur í pappírsumbúðum frekar en þann sem kemur í plasti.

Gæludýramatur:

  • Kaupum gæludýramat sem seldur er í pappaumbúðum frekar en plasti.
  • Hundabein má fá í lausu, veljum þau í stað þeirra sem pakkað er í plast.

Gæludýradót:

  • Kaupum vörur úr tré frekar en plasti fyrir dýrin, s.s. stiga og hús fyrir fuglana, mýsnar og hamstrana.

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.