Press Enter / Return to begin your search.
Samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn Læknaháskólans í Vín* innbyrðum við allt að 5 grömm af örplasti úr vatni og matvælum á viku.

Örplast eru plastagnir sem eru minni en 5 mm í þvermál sem koma beint úr vörum sem innihalda þær eða verða til við niðurbrot á stærra plasti. Örplast er allstaðar á jörðinni, í andrúmsloftinu og í dýpstu hafsprungum. Örplast hefur fundist í blóði manna, brjóstamjólk, úrgangi, drykkjarvatni, matvörum og í svifryki.

Saman getum við dregið úr örplasti í umhverfinu með því að minnka neyslu og taka upplýstar ákvarðanir í daglegu lífi. Látum í okkur heyra og krefjumst breytinga hjá fyrirtækjum, stjórnvöldum og félagasamtökum sem hafa vald til þess að gera áhrifaríkar breytingar.

Breytingar eru ferli, ekki fullkomnun, þar sem hver breyting til hins betra skiptir máli.

Markmið Plastlauss septembers er að veita fræðslu um plastneyslu og sóun, breiða út þekkingu um skaðleg áhrif plasts og styrkja fólk í að breyta til hins betra, bæði einstaklinga og samfélagið í heild.

Heimildir:

*https://www.meduniwien.ac.at/web/en/ueber-uns/news/default-0f889c8985-1/gesundheitsrisiko-durch-mikro-und-nanoplastik-in-lebensmitteln/

https://www.nationalgeographic.com/environment/article/microplastics-are-in-our-bodies-how-much-do-they-harm-us