Press Enter / Return to begin your search.

Fyrir fjölmiðla og samstarfsaðila

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar og leiðbeiningar um notkun efnis á vef Plastlauss septembers. Ásamt fjölmiðlapakka átaksins og upplýsingum um tengiliði þess 2022.

Notkun á efni vefsins

Öllum eru heimilt að nýta sér upplýsingar á vefnum til fræðslu. Nýtir þú efni af vefnum ertu vinsamlegast beðin(n) um að geta heimilda. Ef einhverjar spurningar varðandi efni vefsins vakna hafðu samband með því að senda póst á info@plastlausseptember.is

Merki

Finna má merki Plastlauss septembers hér: PDF og PNG

EKKI má nota merkið án okkar leyfis. Leiðbeiningar um samstarf og hvernig nota má nafn átaksins má finna hér fyrir neðan.

Samstarf

Átakið er ekki í samstarfi við fyrirtæki um gjafaleiki eða auglýsingar. Við óskum eftir því að vera ekki merkt  eða “tögguð” í slíkum leikjum. Dæmi um leyfilega og óleyfilega merkingu:


„„Í tilefni af plastlausum september ætlum við að hafa gjafaleik.“
×
„„í samstarfi við Plastlausan september erum við með gjafaleik.”

 

Myndefni

Fjölmiðlum og öðrum eru heimil afnot af ljósmyndum á vefnum í fræðandi tilgangi en eru vinsamlegast beðnir um að geta heimildar. Stærstur hluti myndskreytinga á vefnum eru eftir teiknarann Sigrúnu Hreinsdóttur ef vilji er til að nota þær, sendið okkur póst. Sumar ljósmyndir á vefnum eru einnig háðar höfundarétti þriðja aðila og eru þær yfirleitt merktar höfundi. Í slíkum tilvikum skal leita heimildar höfundar fyrir endurbirtingu. Hægt er að leita ráða um notkun ljósmynda með því að senda póst á info@plastlausseptember.is

Kynningarefni 2022

Hér má hlaða niður kynningarefni átaksins 2022: PDF

Hafa samband

Formaður Plastlauss septembers 2022

Natalie Ouellette
Netfang: info@plastlausseptember.is

Verkefnastjóri Plastlauss septembers 2022

Salbjörg Rita Jónsdóttir
Netfang: info@plastlausseptember.is