Plastlaus september er árvekniátak. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka plastnotkun.
Read More
Sleppum því að versla vöru sem sett er í frauðplast. Veljum staði sem pakka matnum í niðurbrjótanlegar umbúðir (jurtatrefjar eða álíka). Veljum staði sem nota leirtau og hnífapör sem er vaskað upp – ekki einnota. Ef við förum á stað með einnota hnífapörum, tökum okkar eigin með okkur. Jafnvel úr plasti, því það að endurnota plasthnífapör er betra en að nota einnota. Afþökkum rör og plastlok þegar við fáum okkur drykk. Til að taka með heim Komum með eigið ílát og sjáum hvort við getum fengið matinn í það. Stöldrum við og borðum á staðnum ef það er eina leiðin […]
Read MoreRáðstefnan er skipulögð af aðstandendum árvekniátaksins Plastlaus september í samstarfi við námsbraut umhverfis- og auðlindafræða og stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Ísland og verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu verður fjallað um plastmengun í hafi og aðgerðir Evrópusambandsins, rætt um örplast í fráveitu, endurvinnslumöguleika og svo það hvað við Íslendingar erum að gera til þess að sporna við ofgnótt plasts í umhverfinu.
Read MoreVerkefnið er grasrótarverkefni, en að því standa tólf konur með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu af atvinnulífinu.
Read More