Press Enter / Return to begin your search.

Byrjað var að framleiða plast þegar tæknin til þess var uppgötvuð upp úr aldamótunum 1900 og fjöldaframleiðsla á plasti hófst í kring um 1950. Til framleiðslunnar þarf jarðefnaeldsneyti, þ.e. olíu og gas en það eru þrjótandi auðlindir. Olíu er dælt upp úr jörðinni og er hreinsuð í sérstökum olíuhreinsunarstöðvum. Í stuttu máli má segja að þegar jarðefnaeldsneyti er hreinsað og unnið þá myndast hvarfgjarnar sameindir. Þessum sameindum er sem safnað saman og blandað við ákveðinn hvata. Í þessu ferli verða til langar keðjusameindir sem kallaðar eru fjölliður. Úr þessum fjölliðum myndast fljótandi massi sem auðvelt er að forma. Með mismunandi uppröðun fjölliðanna  (þ.e. hvernig þær raðast saman) fáum við mismunandi plastefni. Í plastframleiðslu er einnig bætt við öðrum grunneiningum af efnum (t.d. klóreten eða BPA) til þess að hafa áhrif á eiginleika plastsins og t.d. styrkja það.
Með mismunandi vinnsluaðferðum á hráolíu er hægt að vinna mismunandi gerðir af plastefnum. 

Plast er gjarnan flokkað í sjö flokka. Á plastumbúðum sjáum við gjarnan endurvinnslu þríhyrninginn með tölustaf inni í.

Plastflokkarnir sjö eru:

PETE 1 er PET plast og er verðmætt plast þar sem það hentar vel til endurvinnslu. Finnst m.a. í gosflöskum. 

HDPE 2 er high density pólúetýlen sem er eitt algengasta plastið og við finnum það m.a. í umbúðum á snyrtivörum. Þetta plast hentar einnig vel til endurvinnslu.

PVC 3 er PVC plast eða pólývíkílklóríð og er notað t.d. í regnföt, stígvél, sturtuhengi, leikföng, vaxdúka, rafmagnskapla, frárennslisrör o.fl. Notkun á PVC plasti getur leitt af sér að hættuleg efni, t.d. þalöt, þungmálmar (blý, kvikasilfur, kadmíum) og díóxín sem geta losnað út í umhverfið. 

PE-LD 4 er low density pólýetýlen og er t.d. notað í margar gerðir plastpoka. Þetta efni hentar einnig vel til endurvinnslu. 

PP 5 eða pólýprópýlen er notað í umbúðir á matvælum (tómatsósur, skyrdósir o.fl.). þetta efni hentar til endurvinnslu. 

PS 6 er pólýstýren sem finnst m.a. í matarílátum eins og frauðplastbökkum. 

Aðrar/other 7 – sjöundi flokkurinn er safnflokkur fyrir ýmislegt annað plast. Hér er t.d. ABS plast sem finnst í LEGO kubbum og í lífplasti sem er merkt PLA. 

Heimildir:
https://www.ust.is/graent-samfelag/graenn-lifstill/flokkun-og-endurvinnsla/plast/ 

https://landvernd.is/sidur/landvernd-gefur-ut-rafbokina-hreint-haf 

Varasöm efni í plasti

 BPA eða bisphenol A er lífrænt efnasamband sem er notað í framleiðslu á ýmsum plastefnum. BPA er t.d. notað sem þrávarnarefni í mýkingarefnum og gegnir lykilhlutverki í framleiðslu á pólýkarbónat plasti og epoxýresíni en epoxíresín eru notuð til húðunar í dósir sem ætlaðar eru matvælum bæði niðursuðudósir og dósir fyrir drykkjavörur o.fl.  Við finnum BPA t.d. í vatnsflöskum, pelum og í nestisboxum.
Sýnt hefur verið fram á að BPA lekur út í vökva úr plastílátum og hætt er við að því meira sem þau eru notuð og ef þau eru hituð margfaldist lekinn. Það sama á við ef heitum vökva er hellt í ílát.

BPA hefur áhrif á líkama okkar þar sem að efnið líkir eftir hormóninu estrógen og þegar BPA kemur inn í líkama okkar og trufli með því starfsemi í innkirtlum líkamans. Sýnt hefur verið fram á að það geti leitt til þess að dregið geti úr eðlilegum þroska heilans og taugakerfis og einnig valdið ófrjósemi og þroskafrávikum.

 

Þalöt (e. phtalates) eru hópur efna sem eru sett í plast til að mýkja það og gefa því sveigjanleika. Nokkrar gerðir þalata geta raskað hormónastarfsemi líkamans,  geta t.d haft skaðleg áhrif á frjósemi og eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum en þalöt hafa fundist í brjóstamjólk. Evrópusambandið hefur sett reglur sem banna notkun tiltekinna þalata í leikföng. PVC plasti ætti alltaf að skila á sorphirðustöðvar til förgunar. 

Heimildir:
http://www.mast.is/matvaeli/snertiefni-matvaela/bisfenola/
https://www.ust.is/graent-samfelag/efnamal/varasom-efni/thalot/