Press Enter / Return to begin your search.

Frá upphafi hefur Plastlaus september staðið fyrir endurgjaldslausri fræðslu í skólum en misjafnt hefur verið hvernig það hefur verið útfært á milli ára.

Ákveðið hefur verið að setja fókus á að útbúa áreiðanlegt, aðgengilegt og myndrænt fræðsluefni sem  vonandi nýtist sem flestum áhugasömum nemendum á öllum skólastigum um allt land. Efnið er aðgengilegt heimasíðu plastlaus septembers á íslensku, ensku og pólsku á heimasíðu okkar. Einnig er mikið efni að finna á samfélagsmiðlum Plastlauss septembers; Facebook “like” síðunni, í umræðuhóp á Facebook (plastlaus september – umræðuhópur) og síðast en ekki síst á Instagram.

Skólar um allt land eru að gera áhugaverð verkefni tengd plastvandanum og gjarnan er vakin athygli á því samfélagsmiðlum hjá plastlausum september. Það má gjarnan merkja okkur eða senda okkur skilaboð um plasttengd verkefni nemenda. Við hvetjum ykkur til að nota myllumerkin okkar #breytumtilhinsbetra #plastlaus og #plastlausseptember.

Við munum áfram reyna að verða við óskum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka um fræðslufyrirlestur gegn þóknun. Sendið fyrirspurn á info@plastlausseptember.is