Press Enter / Return to begin your search.

Veggspjald A4 stærð: 10 leiðir fyrir börn til að minnka plastnotkun (Prentanlegt)

Það er mikilvægt fyrir börn að muna að þau bera ekki ábyrgð á plastvandanum heldur fullorðnir. Börn geta samt gert ýmislegt sjálf til að draga úr plastnotkun og minnt fullorðna fólkið á ábyrgð sína t.d. með því að tala við foreldra og kennara eða senda tölvupóst á fyrirtæki eða stjórnmálafólk.

Hvaða ráð gefa börn öðrum börnum?

Eldey 11 ára :

  • Biðja fjölskylduna um að flokka plast frá öðru rusli
  • Ekki kaupa plaströr eða plasthnífapör, notað hnífapörin heima og fjölnota rör
  • Ísbúð ekki þiggja plastlok, takið með skeið eða rör, eftir því hvað þið ætlið að panta.
  • Afmælisgjafir: ekki þiggja innpökkun, notið frekar fjölnota gjafapoka eða landakort/dagblöð til að pakka inn í .
  • Gjafir: reynið að forðast dót í plastumbúðum
  • Fyllið frekar á sjampó, hárnæringu, spritt, handsápu o.s.frv. í áfyllingabúðum

Atli 11 ára:

  • Plokka
  • Ekki kaupa eins mikið dót
  • Nota pappírsumbúðir í staðinn fyrir plastumbúðir
  • Nota það sem er til á heimilinu til að pakka inn og ekki nota skrautslaufu úr plasti

Unnar 13 ára:

  • Reyna að kaupa hluti sem eru án umbúða.
  • Fara vel með hlutina sem maður á.
  • Margnota rör í stað einnota, líka þægilegt að þurfa ekki alltaf að kaupa nýtt og það er ódýrara á endanum

Sigga og Rúna 9.bekk

  • Ekki nota einnota diska og glös í afmælum.
  • Eiga fjölnota partý stuff
  • Ekki setja nestissamlokur í plastpoka.

Sigga og Rúna 9.bekk

  • Ekki nota einnota diska og glös í afmælum.
  • Eiga fjölnota partý stuff
  • Ekki setja nestissamlokur í plastpoka.

Hákon 10 ára : 

  • Nota ekki plastnestisbox eða brúsa (næst þegar maður þarf nýtt ekki kaupa plast, málmbrúsarnir eru í lagi þó það komi beygla á þá)
  • Halda fyrirlestur fyrir aðra í skólanum um hvernig er hægt að minnka plast 
  • Ekki koma með brauð í poka ef þú ert með nestisbox

Hlekkir á fræðsluefni frá Landvernd:

Hreint haf er rafbók. Þar er að finna áhugaverðar upplýsingar um plast á bls. 21-25. https://mms.is/namsefni/hreint-haf-rafbok 

Landvernd heldur utan um verkefnið Skólar á grænni grein. Á vef þeirra er að finna umfjöllun um plast og tillögur að verkefnum. https://landvernd.is/graenfaninn/afmaelispakki-plast/ 

Við þiggjum allar frekari ábendingar um áhugavert fræðsluefni fyrir börn.