Press Enter / Return to begin your search.

Nota Íslendingar mikið plast miðað við aðrar þjóðir?

Framleiðsla á plasti hefur margfaldast tuttugufalt frá árinu 1964 og heldur áfram að aukast. Samkvæmt tölum frá árinu 2018 eru Litháar sú þjóð sem endurvinnur hvað mest af plasti af öllum Evrópulöndunum eða um 74% en Ísland er í 16.sæti á þeim lista með um 42%.  Sameinuðu þjóðirnar hafa hrundið af stað alheimsátaki gegn plastmengun í höfum en eitt af meginmarkmiðum átaksins er að binda enda á notkun einnota plastumbúða. Evrópusambandið hefur samþykkt bann á einnota plast borðbúnað (diska, glös, hnífapör og matprjóna), plaströr, plasteyrnapinna, blöðruprik úr plasti og oxo-degradable plastbakka undir mat (take away box). Þetta bann gildir frá og með 2021. Frakkar eru sú þjóð sem hafa gengið hvað lengst í þáttöku í átakinu en þeir hafa bannað einnota plastpoka í verslunum og einnota borðbúnað úr plasti. Í samanburði henda Íslendingar um 70 milljónum plastpoka á ári hverju, sem eru um 1.120 tonn af plasti. Þar sem gert er ráð fyrir að ca. 2 kg af olíu til að framleiða 1 kg af plasti þá þarf 2.240 tonn af olíu til að framleiða alla þá plastpoka sem Íslendingar henda árlega.

Íslendingar henda almennt einnota plasti strax eftir notkun. Talið er að hver plastpoki sé notaður í um 25 mínútur að meðtaltali. Hver einn og einasti Íslendingur skilur eftir sig um 40 kg af úrgangi umbúðaplasts á ári.

Þann 1.september 2019 var bannað að afhenda burðarpoka án endurgjalds óháð því úr hvaða efni pokinn er. Alþingi hefur samþykkt lög sem fram kemur að í janúar 2021 verður algjört bann við sölu á einnota plastburðarpokum.

Heimildir:
https://ceoworld.biz/2018/12/04/these-european-countries-are-the-best-and-worst-at-recycling-plastic-waste/
http://www.europarl.europa.eu/news/en/headlines/society/20181212STO21610/plastic-waste-and-recycling-in-the-eu-facts-and-figures
https://ec.europa.eu/eurostat/web/products-eurostat-news/-/DDN-20181129-1