Press Enter / Return to begin your search.

Hér fylgja nokkur ráð til að minnka notkun á plasti tengdu hreinlætisvörum.

  • Blautklútar: Blautklútar eru gerðir úr plasti og umbúðirnar einnig. Hættum að nota blautklúta og notum frekar fjölnota tuskur.
  • Hreinsiefni: Minnkum notkun á hreinsiefnum. Ef við notum minna af hreinsiefnum þá þurfum við sjaldnar að kaupa þau og þá notum við minna plast. Einfalt er að gera sín eigin heimagerðu hreinsiefni og minnka þannig umbúðanotkun. Einnig er hægt að kaupa áfyllingu á ýmis hreinsiefni.
  • Þvottaklemmur: Notum tréklemmur eða málmklemmur í stað plastklemma.
  • Þvottaefni: Kaupum þvottaefni í pappírsumbúðum eða áfyllanlegum umbúðum. Einnig má nota sumt sem leynist í eldhússkápunum svo sem matarsóda og edik. Einnig er hægt að kaupa sápuhnetur sem eru þurrkað aldin og því algjörlega náttúrulegt. Settar eru nokkrar hnetur í lítinn bómullarpoka og þvegnar með þvottinum.
  • Þvottur: Kaupum frekar flíkur úr náttúrulegum efnum og þvoum flís og gerviefni sjaldan. Úr gerviefnum skolast örplast út í sjó. Hægt er að kaupa sérstakan bolta  sem settur eru með fötunum í þvottavélina og sogar í sig örplastið svo minna fari í sjóinn. Einnig er hægt að kaupa sérstakan poka fyrir þvottinn sem gerir sama gagn.

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.