Press Enter / Return to begin your search.

Hér fylgja nokkur ráð til að minnka notkun á plasti tengdu hreinlætisvörum.

 • Blautklútar:Hættum notkun á einnota blautklútum. Notum frekar fjölnota tuskur.
 • Hreinsiefni:Minnkum notkun á hreinsiefnum. Ef við notum minna af hreinsiefnum þá þurfum við sjaldnar að kaupa þau og þá notum við minna plast. Einfalt er að gera sín eigin heimagerðu hreinsiefni og minnka þannig umbúðanotkun. Einnig er hægt að kaupa áfyllingu á ýmis hreinsiefni.
 • Tréklemmur:Notum tréklemmur í stað plastklemma.
 • Þvottaefni:Kaupum þvottaefni í pappírsumbúðum eða áfyllanlegum umbúðum. Einnig má nota sumt sem leynist í eldhússkápunum svo sem matarsóda og edik.
 • Þvottur: Kaupum frekar flíkur úr náttúrulegum efnum og þvoum flís og gerviefni sjaldan. Úr gerviefnum skolast örplast út í sjó. Hægt er að kaupa sérstaka bolta sem settir eru með fötunum í þvottavélina og soga í sig örplastið svo minna fari í sjóinn. Einnig er hægt að kaupa sérstaka poka fyrir þvottinn sem gera sama gagn.

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.

 • Á Facebook og Instagram síðunni Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu má finna vistvæn ráð fyrir jólin. Nú í nóvember birtist eitt ráð á dag og verða þau því 30!
#vistvænjól
 • Borgarbókasafnið í Árbæ, er með tvær saumavélar og eina overlock vél. Þær er hægt að fá að nota á opnunartíma safnsins. Gert er ráð fyrir að notendur séu sjálfbjarga um notkun.

Þá er einnig haldið svokallað Saumakaffi fyrsta mánudag í mánuði, þá er í boði að fá aðstoð.

Hér er tilvalið tækifæri til að gera við föt eða breyta flík í eitthvað annað.

Hér var ónýtum bómullarbolum breytt í fjölnota hreinsiskífur.
Glasið er kertaglas sem fær nú nýtt hlutverk og var einnig notað til að sníða eftir.

#plastlaus #plastlausseptember
 • Við þökkum öllum sem tóku þátt í plastlausum september í ár. Við hvetjum ykkur til að halda áfram á sömu braut svo Mugison geti haldið áfram að semja texta um fallega landið okkar. #plastlausseptember #plastlaus
 • Vinningstillagan #beljuríbúð - mjólkurvörur í margnota umbúðum. Til hamingju 👏
 • Skoðum innihaldslýsingu! Sniðgöngum vörur með þessum efnum! Avoid microplastics in cosmetics!! @plastlausseptember @landvernd #microplastics #cosmetics #makeup #makeuptutorial #makeupartist
 • Hér er hluti af hópnum sem stendur á bak við plastlausan september við fundarstörf.#plastlaus #plastlausseptember #workinghard

Instagram @ plastlausseptember