Press Enter / Return to begin your search.

Fyrirtæki geta gert ýmislegt til að taka þátt í Plastlausum september, hér á síðunni má finna nokkrar leiðir til þess.

Fyrirlestrar á vinnustöðum

Plastlaus september býður upp á fyrirlestra gegn gjaldi fyrir fyrirtæki og vinnustaði með fræðslu um plast og leiðir til að minnka það í umhverfinu. Fyrirlestrarnir taka yfirleitt um 30 mínútur. Til að bóka fyrirlestur hafið samband á info@plastlausseptember.is

Veggspjöld sem prenta má út og hengja upp á vinnustaðnum.

Fyrra spjaldið sýnir 30 mismunandi leiðir til að minnka plast í umhverfinu. Seinna spjaldið er hægt að fylla út með markmiðum fyrir mánuðinn og prenta svo út. Einnig er hægt að prenta það óútfyllt út og handskrifa svo inn á það.

Ertu með ábendingu eða spurningar? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.