Press Enter / Return to begin your search.

Er betra að kaupa vörur í gleri frekar en plasti?

Framleiðsla á gleri er verri fyrir umhverfið heldur en framleiðsla á plasti. Ef við skoðum hvað verður um umbúðirnar í þegar notkun þeirra lýkur, þá hefur glerið ekki eins slæm áhrif þegar það kemur út í náttúruna þar sem gler er steinefni. Ekki er hægt að framleiða nýjar glerumbúðir úr gömlum glerumbúðum. Plast er hægt að endurvinna í annars konar vörur eins og flíspeysur. Flíspeysur og annar vefnaður sem er úr plasti skilar örplasti út í hafið þegar það er þvegið. Örplastið á greiða leið í hafið úr niðurfallinu á þvottavélunum okkar. Það er umhverfisvænna að flytja vörur í léttari umbúðum, eins og t.d. plast heldur en í glerumbúðum einungis vegna þess að plast er léttara en gler.

Á Íslandi er gler ekki endurunnið heldur er það mulið og notað í uppfyllingarefni. Gler sem einnota umbúðir er því ekki góður kostur en ef þú notar umbúðirnar aftur og aftur horfir dæmið allt öðruvísi við. Ef við notum plastumbúðir og endurvinnum þær, gæti það verið mögulegra skárra en einnota glerumbúðir. Meðferð okkar á umbúðum er lykilatriði, þ.e. erum við að skila þeim á rétta staði í endurvinnslu eftir notkun.