
Málþingið „Plastmengun og loftslagsvandinn“ verður haldið fimmtudaginn 16. september kl. 17.00-18.00 í Auðarsal í Veröld – Húsi Vigdísar. Því verður einnig streymt, hlekkur á streymið mun birtast tímanlega hér á síðunni.
Dagskrá málþingsins:
- Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, formaður Plastlauss september setur málþingið
- Ávarp dómnefndar Bláskeljarinnar
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra flytur ávarp og afhendir Bláskelina, viðurkenningu sem er veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu
- Handhafi viðurkenningar flytur stutta tölu
- „Gefum lífríki sjávar séns í baráttunni gegn loftslagsbreytingum – burt með plastið“ – Ragnhildur Friðriksdóttir, verkefnastjóri Matís
- „Plast og hamfarahlýnun“ – Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar
- Umræður
- Fundarstjóri er Sævar Helgi Bragason
Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur á viðburðinn á facebook og hjálpa okkur að vekja athygli á honum: https://fb.me/e/SnKm7fMv
Birt með fyrirvara um breytingar
Slóð á streymi frá málþinginu: https://livestream.com/hi/plastlaussept2021