Eitt af aðalmarkmiðum Plastlauss septembers er að draga úr neyslu og þess vegna höfum við eftirfarandi viðmið um samstarf og hvernig nota má nafn átaksins:
Átakið er ekki í samstarfi við fyrirtæki um gjafaleiki eða auglýsingar. Við óskum eftir því að vera ekki merkt eða “tögguð” í slíkum leikjum.
√
“Í tilefni af plastlausum september ætlum við að hafa gjafaleik.” eða “Í tilefni af átaksmánuðinum september um minni plastnotkun erum við með gjafaleik.”
×
“í samstarfi við Plastlausan september erum við með gjafaleik.”
Ekki má nota vörumerki (logo) okkar án leyfis. Við bendum á efni á heimasíðu okkar sem öllum er frjálst að nota til útprentunar og fræðslu: https://plastlausseptember.is/um_atakid/
Velkomið er að nota myndir af heimasíðu okkar í fræðandi tilgangi. Alltaf skal getið hvaðan myndirnar eru fengnar.
Við vekjum gjarnan athygli á því sem vel er gert t.d. ef vara er í plastlausum eða plastminni umbúðum. Tekið er á móti ábendingum um slíkt á netfangi okkar info@plastlaus.is eða í gegnum samfélagsmiðla. Við áskiljum okkur rétt til að velja og hafna hverju við viljum vekja athygli á og á hvaða hátt.
Ef nota á átaksmánuðinn til að breyta einhverju í fyrirtækinu/stofnuninni er það tilvalið t.d. að hætta með einhverja einnota plastvöru.
√
“Í tilefni af plastlausum september ætlum við að …”
×
“í samstarfi við Plastlausan september ætlum við að …”