Press Enter / Return to begin your search.

Opnunarhátíð Plastlauss septembers

Markaður og fræðsla í Ráðhúsi Reykjavíkur

1. september 2018, frá kl. 12 til 16.

Þann 1. september n.k. mun árvekniátakið Plastlaus september hefjast með opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 12-16. Í salnum verður markaður með plastlausar vörur auk kynningarbása þar sem hægt er að fá hugmyndir og fræðast. Umhverfisráðherra setur átakið og sendiherra ESB á Íslandi mun segja frá stefnu sambandsins í plastmálum. Landspítalinn og Farfuglar miðla af sinni reynslu í umhverfismálum. Gró Einarsdóttir, félags- og umhverfissálfræðingur, flytur erindi. 

Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér fyrstu skrefin í minni plastnotkun og flokkun. Einnig geta þeir sem eru byrjaðir að minnka plastnotkun fengið hugmyndir að næstu skrefum.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Söluaðilar á markaðnum:
Bambus
Mena
Mistur
Græn viska
Klaran
Hrísla
Matarbúr Kaju
Handverk Huldu Bjargar
Styngvi
VON product

Fræðslubásar:
Landvernd
Leikskólinn Fífuborg
Plastlaus September
Pokastöðvar á Íslandi
Sendinefnd ESB
Sorpa
Umhverfisstofnun