Press Enter / Return to begin your search.

Þann 1. september n.k. mun árvekniátakið Plastlaus september hefjast með opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 12-16. Í salnum verður markaður með plastlausar vörur auk kynningarbása þar sem hægt er að fá hugmyndir og fræðast. Klukkan 12 mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra setja átakið og afhenda Bláskelina, nýja viðurkenningu fyrir plastlausa lausn. Einnig verða fræðsluerindi: Margrét Hugadóttir frá Landvernd og Björn Steinar og Brynjólfur frá Plastplani.

Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér fyrstu skrefin í minni plastnotkun og flokkun. Einnig geta þeir sem eru byrjaðir að minnka plastnotkun fengið hugmyndir að næstu skrefum.

Fræðsluaðilar: Evrópusambandið á Íslandi, Fatasöfnun Rauða krossins, Landvernd, Plastplan, Reykjavík Tool Library, Sorpa, Umhverfisstofnun og Ungir umhverfissinnar.

Söluaðilar á markaðnum eru: Ethic, Farvi, Fill Ísland, Fjölnota, Græn viska, JóGubúð, Kaja, Káti fílinn, Kímúra, klaran.is, Matarbúr Kaju, Mena, Mistur, Mjallhvít, Modibodi, Natursense, Nordic angan, PlanToys Ísland, Tropic.is, Urð og Vistvera. MUNUM EFTIR AÐ TAKA MEÐ ÍLÁT FYRIR UMBÚÐALAUSAR VÖRUR!

Við hvetjum þá sem geta til að koma með Strætó (stoppar í Vonarstræti og við Lækjartorg), á hjóli (hjólastæði í bílakjallara Ráðhússins) eða gangandi.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

  • Heimagerð jógúrt - auðveldara en maður heldur. 
Uppskrift í athugasemd fyrir neðan. 
#plastlausseptember #plastlaus #jogurt #zerowaste #slowfood
  • Hún Marta, sem er meðlimur í framkvæmdahópi PS, tók yfir instagram story í dag og fór meðal annars yfir þau markmið sem hún setti sér í september ♻️
  • Klaran er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Klaran.is er alltaf opin. 
#plastlausseptember #plastlaus
  • Grænviska er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Grænviska.is er alltaf opin.
  • Mena er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Mena.is er alltaf opin. 
#plastlausseptember #plastlaus
  • Modibodi er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Modibodi.is er alltaf opið. 
#plastlausseptember #plastlaus

Instagram @ plastlausseptember