Press Enter / Return to begin your search.

Hvað er örplast?

Örplast eru plastagnir sem eru minni en 5 mm í þvermál og sjást oftast ekki með berum augum. Örplast er allstaðar á jörðinni, í andrúmsloftinu og í dýpstu hafsprungum. Örplast er hluti af svifryki (nanóagnir t.d.) og koma þær aðallega frá bíldekkjum og götumerkingum. Þegar örplast er orðið að nanó-ögnum þá á það mjög greiða leið inn í líkama okkar í gegnum öndunarfærin. Norðmenn hafa gefið út meðmæli um hvaða aðgerðir geta dregið úr því að örplast berist af götunum og út í sjó. Þessi meðmæli eru: nota bílinn minna, bæta þrif á vegum, minnka notkun á nagladekkjum, vistakstur og sjálfkeyrandi bifreiðar og svo bætt snjóhreinsun.
Skordýr, t.d. ormar geta einnig dreift örplastinu neðar í jarðveginn þar sem þeir taka örplastið upp á einum stað og skila því út með saur á næsta stað.

Svokallaðar örperlur (e.microbeads) finnast í mörgun snyrtivörum. Örperlur eru settar í snyrtivörur til að framkalla ákveðna áferð eða áhrif. Örperlurnar eru minni en 1 mm í þvermál og eru framleiddar agnir sem verða að örplasti þegar þær fara út í náttúruna. Svona litlar plastagnir virka sem einskonar svampar á eiturefni, þ.e. þær draga í sig önnur mengandi efni úr umhverfinu sem gerir það að verkum að örperlurnar/örplastagnirnar verða enn mengaðri fyrir vikið.  

Breskir vísindamenn hafa kallað eftir sölubanni á glimmeri sem er búið til úr plasti og benda vísindamennirnir á að glimmer hafi sömu neikvæðu áhrifin á umhverfið og annað örplast. 

Árið 2018 gerði Umhverfisstofnun tvo rannsóknarsamninga til að meta stöðuna á plastmengun í hafinu í kringum Íslandi, annars vegar við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum sem skoðaði örplast í kræklingi á völdum stöðum við Ísland. Hins vegar var gerður samningur við Náttúrustofu Norðausturlands um rannsókn á plasti í maga fýla. Niðurstöðurnar sýndu að örplast fannst í fjörukræklingi á öllum stöðum sem voru kannaðir og voru þetta aðallega plastþræðir (meðallengd þeirra 1,1mm) og plast fannst í um 70% þeirra fýla, marktækt meira plast í maga kvenfuglum. Örplast- og plastvandamálið er sannarlega að hafa áhrif á lífríkið við Ísland. 

Einnig þurfum við að hafa í huga að margar hreinlætisvörur sem við notum eiga ekki heima í klósettinu, eins og t.d. blautþurrkur, sem eru úr plasti. Munum að það á ekkert að fara í klósettin nema það sem kemur frá líkömum okkar og salernispappír. 

Helsta lausnin í baráttunni við örplastið er því að draga úr notkun einkabílsins og minnka svifryk í umhverfinu okkar.

 

Heimildir:
https://www.nationalgeographic.com/environment/2018/12/microplastic-pollution-is-found-in-deep-sea/
https://www.miljodirektoratet.no/globalassets/publikasjoner/M545/M545.pdf https://vegnett.no/2018/03/bildekk-er-den-storste-kilden-til-mikroplast/
https://www.youtube.com/watch?v=uAiIGd_JqZc 
https://tuttugututtugu.com/2017/11/17/vilja-banna-glimmer/
https://www.ust.is/2019/01/14/Orplast-finnst-i-islenskum-kraeklingi-plast-i-maga-70-fyla/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/
https://tuttugututtugu.com/tag/orplast/

Instagram has returned invalid data.

Instagram @ plastlausseptember