Press Enter / Return to begin your search.

Hvað á ég að nota undir heimilisruslið ef ég nota ekki plastpoka?

Hægt er að setja dagblöð í botninn á ruslafötunni og tæma úr fötunni sjálfri í tunnuna. Sú aðferð heillar eflaust ekki þá sem hafa áhyggjur af því að laust rusl geti auðveldlega fokið. Einnig hafa sorpvinnsluaðilar hafið sölu á pokum úr niðurbrjótanlegum efnum t.d. maíspokum.

Velji einstaklingar að setja plastpoka í heimilissorptunnurnar þá er æskilegt að nota gráu plastpokana sem eru seldir í rúllum en þeir eru úr endurunnu plasti.

Allt fer þetta eftir aðstæðum hvers og eins. Lykilatriðið er, að ef þú byrjar að flokka heimilissorp almennilega þar sem þú endurvinnur plast, pappír, gler, málm og lífrænan úrgang, þá minnkar heimilissorpið verulega. Og því minna heimilissorp sem fellur til, því færri poka þarftu að nota á árið í ruslafötuna. Minni og meðvitaðri neysla leiðir af sér minna sorp.

  • Óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökk öllum þeim sem studdu við og tóku þátt í plastlausum september. 
Ánægð að geta keypt vínber í bréfpoka svona á síðasta degi ársins. #plastlausseptember #plastlaus
  • Sævari Helga er umhugað um umhverfið og tók þátt í plastlausum september í ár
  • Á Facebook og Instagram síðunni Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu má finna vistvæn ráð fyrir jólin. Nú í nóvember birtist eitt ráð á dag og verða þau því 30!
#vistvænjól
  • Borgarbókasafnið í Árbæ, er með tvær saumavélar og eina overlock vél. Þær er hægt að fá að nota á opnunartíma safnsins. Gert er ráð fyrir að notendur séu sjálfbjarga um notkun.

Þá er einnig haldið svokallað Saumakaffi fyrsta mánudag í mánuði, þá er í boði að fá aðstoð.

Hér er tilvalið tækifæri til að gera við föt eða breyta flík í eitthvað annað.

Hér var ónýtum bómullarbolum breytt í fjölnota hreinsiskífur.
Glasið er kertaglas sem fær nú nýtt hlutverk og var einnig notað til að sníða eftir.

#plastlaus #plastlausseptember
  • Við þökkum öllum sem tóku þátt í plastlausum september í ár. Við hvetjum ykkur til að halda áfram á sömu braut svo Mugison geti haldið áfram að semja texta um fallega landið okkar. #plastlausseptember #plastlaus
  • Vinningstillagan #beljuríbúð - mjólkurvörur í margnota umbúðum. Til hamingju 👏

Instagram @ plastlausseptember