Press Enter / Return to begin your search.

Plast kemur við sögu í daglegu lífi og finnst t.d. í öryggisbúnaði; barnabílstólar, hjálmar og öryggisgleraugu og í mörgum hlutum tengdum heilbrigðisgeiranum, æðaleggir, sprautur o.fl. Plast er efni sem hefur valdið umbyltingu á mörgum vígstöðvum. Mataröryggi mannsins hefur batnað þar sem matvæli geta nú geymst lengur vegna plastumbúða. Allskonar vörur sem auðvelda okkur lífið eru gerðar úr plasti, svo sem farsímar, tölvur, burðarpokar og fleira. Það er plast í flugvélum og bílum sem gerir farartækin léttari sem gerir það að verkum að þau þurfa minna eldsneyti. Plastið endist ótrúlega lengi sem getur verið mikill kostur í vörum sem eiga að endast og duga lengi. Plast er því alls ekki alslæmt, það á bara ekki að vera framleitt til þess að vera einnota.