Press Enter / Return to begin your search.

Í eldhúsinu er auðvelt að innleiða önnur efni en plast. Þó er óþarfi að henda öllu plasti sem þar er að finna. Hluti má endurnýja smátt og smátt eftir því sem þeir slitna.

  • Eldhúsáhöld: Veljum frekar skálar, sleifar og þess háttar úr tré, gleri, málmi eða leir.
  • Uppþvottabursti: Notum trébursta eða margnota klút í stað uppþvottabursta úr plasti.
  • Ruslafata: Nokkrar leiðir eru færar: Sumir geta sleppt ruslapoka, aðrir nota dagblöð eða poka sem til falla á heimilinu (t.d. undan klósettpappír eða morgunkorni). Ef ekkert af þessu hentar er hægt að nota maíspoka.
  • Matreiðsla: Oft má spara plastnotkun með því að gera mat frá grunni t.d. pitsudeig, jógúrt, majónes og fleira. Einnig fæst ýmis vara umbúðalaus.

Í eldhúsinu höfum við oft ýmis áhöld úr plasti sem einnig er hægt að fá úr öðrum efnum, t.a.m. skálar úr gleri, tré, leir eða málmi í stað plasts, og sleifar og skurðarbretti úr tré en ekki plasti.

Einnig þykir venjulegt að nota uppþvottabursta úr plasti í uppvaskið en mjög þægilegt er að nota einfaldlega margnota klút í staðinn eða uppþvottabursta úr tré.

Að sjálfsögðu hvetjum við engan til að henda plastáhöldum sem þegar eru til á heimilinu og eru í fínu lagi. En þegar kemur að því að kaupa ný þá mælum við með því að skoðuð séu áhöld úr öðrum efnum en plasti. Einnig skal hafa í huga að plastáhöld/ílát sem komin eru til ára sinna geta lekið örplasti og jafnvel eiturefnum í matinn.

Alger óþarfi er að pakka ruslinu sem til fellur á heimilinu í plast áður en það fer út í tunnu og bæta þannig heilum plastpoka við hvern skammt af rusli. Betra er að setja ruslið beint í fötuna, tæma úr henni í tunnuna og skola hana með heitu vatni eftir á. Allt þetta tekur álíka langan tíma og það tekur að loka ruslapokanum, fara með hann út í tunnu og setja nýjan poka í fötuna. Einnig er hægt að setja dagblöð í botninn á ruslafötunni og þá loðir minna við hana eftir að hún hefur verið tæmd.

Fleiri og fleiri verslanir bjóða nú ýmsa matvöru umbúðalaust eða selda eftir vigt í eigin ílát og er það góð leið til að spara óþarfa umbúðir. Varla þarf að taka fram að við hvetjum alla til að að taka með sér fjölnota innkaupapoka í matvörubúðina, bæði net fyrir grænmeti/ávexti og poka til að bera vörurnar heim.

Þar að auki er mikið af þeim mat sem við kaupum venjulega í plastumbúðum auðvelt að útbúa sjálf/ur heima. Þar má t.d. nefna skyr, jógúrt, möndlumjólk, múslístykki, majónes og hinar ýmsu sósur.

Hér má finna tengla á nokkrar einfaldar og góðar uppskriftir:

Möndlumjólk

Hægt er að kaupa möndlur í eigið ílát og möndlumjólkina er hægt að nota í flest sem venjuleg mjólk er annars notuð.

https://gydadrofn.com/2014/09/24/uppskrift-mondlumjolk-skref-fyrir-skref/

Jógúrt (vegan)

Skemmtileg áskorun væri að gera sína eigin heimalöguðu jógúrt.

https://www.glokorn.is/matur-og-naering/heimagerd-hnetujogurt-og-musli/

Það er svo einnig hægt að gera jógúrt úr kúamjólk.

https://www.veitingageirinn.is/heimagert-jogurt/

Múslístykki

Innihaldið má flest kaupa í eigin ílát.

http://grgs.is/2014/02/18/orkunammi-med-trollahofrumdodlum-mondlum-og-dokku-sukkuladi/

Majónes

Majónes er mjög auðvelt að búa til frá grunni og er tilvalinn grunnur í alls konar kaldar sósur.

http://www.visir.is/g/2014140529316

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.

Instagram has returned invalid data.

Instagram @ plastlausseptember