Press Enter / Return to begin your search.

Plastgleði þín og plastsorg 28. september 2017

“Plastgleði þín og plastsorg er raunveruleg”

Málþing um stöðu og lausnir á plastvandanum.

28. september 2017.  Frá kl. 16 til 17:30.

Ráðstefnan er skipulögð af aðstandendum árvekniátaksins Plastlaus september í samstarfi við námsbraut umhverfis- og auðlindafræða og stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Ísland og verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu verður fjallað um plastmengun í hafi og aðgerðir Evrópusambandsins, rætt um örplast í fráveitu, endurvinnslumöguleika og svo það hvað við Íslendingar erum að gera til þess að sporna við ofgnótt plasts í umhverfinu.

Dagskrá

Plaststefna Íslands – Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 

Örplast í fráveit–  Íris Þórarinsdóttur, tæknistjóri fráveitu hjá Veitum.

Endurvinnsla á plasti – Gyða Sigríður Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Sorpu.

Leysum plastvandann – Dr. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri frá Landvernd

EU action to combat marine litter – Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.

Að loknum erindum verður svo opnað á spurningar úr sal.

Fundarstjóri: Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða.

Léttar veitingar verða í boði sendinefndar Evrópusambandsins að dagskrá lokinni.

Skráðu þig á málþingið hér.

Áskorun

Fel: Webbplatsadministratören måste inkludera ett giltigt framställnings-ID i kortkoden.