Press Enter / Return to begin your search.

 

Jólaundirbúningur

Margar leiðir eru færar til að draga úr plastnotkun í jólaundirbúningi:

Jóladagatöl: Notast við fjölnota dagatöl, ef það þarf að pakka hverri gjöf inn þá er um að gera að nota gömul tímarit, bækur eða endurnýta jólapappírinn frá því í fyrra. Einnig er sniðugt að sauma litla poka sem hengdir eru á dagatalið og notaðir eru aftur og aftur. 

Hugmyndir að gjöfum:

 • Sælgæti
 • Heimatilbúin persónuleg bókamerki
 • Blýantar
 • Sokkar eða annan smáfatnað sem vantar
 • Snyrtivörur eins og sápu, baðbombu, tannkrem og bambustannbursta
 • Kaupa notuð leikföng
 • Trélitir, snjallt að skipta upp og gefa e.t.v. 1-3 í einu
 • Hárteygjur (umhverfisvænar)
 • Fjölnota sogrör
 • Útprentaðar þrautir og myndir til að lita (finna ókeypis á netinu)
 • Skammtur af sparimorgunkorni í krukku eða bréfpoka
 • Maísbaunir til að poppa
 • Tréleikföng t.d. gefa nokkra kubba úr kubbasetti í einu
 • Jólabækur, gjarnan notaðar
 • Bréf með dufti fyrir heitt kakó
 • Karsafræ (auðvelt að sá og vex fljótt)
 • Lítil spil eða litlar gestaþrautir sem eru ekki úr plasti
 • Garnhnykill til að puttaprjóna eða gera fuglafit
 • Piparkökuform úr málmi til að nota í bakstur, gera jólaskraut og stimpla með málningu á jólapappír
 • Efniviður í músastiga, pappírsræmur til að hefta saman í skrautlengju (e. paper garland) eða þræða popp upp á tvinna sem skrautlengju á jólatréð

 

Einnig getur verið sniðugt að vera með samverudagatal. 

Hugmyndir að samveru: 

 • Spilakvöld
 • Bakstursdagur
 • Út að leika, t.d. búa til snjókall, renna á sleða, fara á skíði eða skauta
 • Föndurstund
 • Gera heimatilbúinn leir/leikdeig
 • Göngutúr að skoða jólaljósin
 • Bæjarferð
 • Kósýkvöld (bíómynd og popp)
 • Að búa til jólakonfekt
 • Fara á safn og skoða jólahald liðinna tíma
 • Fara á bókasafnið í jólaföndur/sögustund eða bara til að taka jólabók og lesa saman
 • Setja titil eða texta af jólalagi  á blað og syngja svo saman

 Það getur verið sniðugt að blanda þessu tvennu saman, þ.e. gjöfum og samveru.

 

Skógjafir: 

 • Sælgæti
 • Heimatilbúin persónuleg bókamerki
 • Blýantar
 • Sokkar eða annan smáfatnað sem vantar
 • Snyrtivörur eins og sápu, baðbombu, tannkrem, tannbursta
 • Kaupa notað,t.d. Playmobil kalla, legó, eða annað smálegt
 • Trélitir
 • Hárteygjur (umhverfisvænar)
 • Fjölnota sogrör
 • Góðgæti úr bakaríinu (hentar árrisulum jólasveinum)
 • Útprentaðar þrautir og myndir til að lita (finna ókeypis á netinu)
 • Skammtur af sparimorgunkorni í krukku eða bréfpoka
 • Maísbaunir til að poppa
 • Tréleikföng t.d. gefa nokkra kubba úr kubbasetti í einu
 • Jólabækur, gjarnan notaðar
 • Bréf með dufti fyrir heitt kakó
 • Karsafræ (auðvelt að sá og vex fljótt)
 • Garnhnykill til að puttaprjóna eða gera fuglafit
 • Piparkökuform úr málmi til að nota í bakstur, gera jólaskraut og stimpla með málningu á jólapappír
 • Efniviður í músastiga, pappírsræmur til að hefta saman í skrautlengju (e. paper garland) eða þræða popp upp á tvinna sem skrautlengju á jólatréð

 

Jólaföndur: Föndra úr því sem tilfellur á heimilinu. Búa til origami, bókamerki, gjafaöskjur og fleira úr gömlum bókum/tímaritum, búa til kerti úr kertaafgöngum og setja í krukku (fín gjöf),  gera kertaglas úr gömlum krukkum  og skreyta t.d. með þurrkuðum laufum eða sjávarsalti. 

Jólabakstur: Reyna að kaupa umbúðalaust eða plastlaust það sem þarf í baksturinn. Nota fjölnota bökunarmottur í stað einnota bökunarpappírs eða smyrja bökunarplötuna með smá olíu. 

Jólaföt: Best er að nota þau spariföt sem til eru en ef að það þarf að endurnýja þá er umhverfisvænast að versla notuð föt. 

Jólaskraut:  

 • Nota það sem til er 
 • Kaupa notað
 • Heimatilbúið skraut

Jólakort: Senda rafræn jólakort. Fyrir þau sem vilja halda í menningararfinn og senda jólakort þá er sniðugt að búa þau til  úr því efni sem til fellur á heimilinu eins og t.d. gömlum jólakortum, skrautlegum umbúðum og listaverkum barnanna.

Jólatré: 

 • Jólatré í potti sem er hægt að gróðursetja aftur 
 • Kaupa eða búa til jólatré úr við eins og notuð voru hér áður fyrr  
 • Nota gervitré sé það til
 • Kaupa af skógræktarfélagi sem gróðursetur ný tré í staðinn. Afþakka plastið sem tréð er sett í

Innpökkun: Endurnýta jólapappírinn frá því í fyrra, nota gamlar bækur og blöð eða dagblöð og auglýsingabæklinga. Sauma fjölnota jólapoka og nýta efni sem til er t.d.úr gömlum sængurverum eða dúkum, einnig hægt að fá ódýrt á nytjamörkuðum. Endurnýta gömul jólakort og gamla merkimiða. Nota plastlaust límband og plastlaus bönd eða endurnýta böndin frá því í fyrra. Hægt að skreyta pakkana með könglum, greinum eða búa til origami jólaskraut úr gömlum pappír.

Jólagjafir:

 • Það er hægt að sammælast um að afþakka jólagjafir 
 • Styrkja gott málefni
 • Inneign fyrir barnapössun, matarboði eða spilaköldi
 • Gjafabréf á upplifun eða viðburði
 • Áskrift að tímaritum 
 • Íslenskt handverk úr heimabyggð  
 • Eitthvað sem eyðist eins og matvæli, umhverfisvænar snyrtivörur eða íslenskar ilmkjarnaolíur
 • Hluti sem stuðla að umhverfisvænni lífsstíl eins og fjölnota bómullarskífur, fjölnota vatnsflaska eða fjölnota hnífaparasett í veskið
 • Prjóna peysu, vettlinga, sokka, treflil eða tuskur
 • Hekla bómullarskífur, dúka, teppi eða tuskur
 • Eitthvað heimatilbúið matarkyns, t.d. konfekt, sultur eða smákökur
 • Notaðir munir eða föt
 • Bækur, notaðar eða nýjar sem eru ekki innpakkaðar í plast
 • Bókasafnsskírteini eða aðgang að annars konar deilihagkerfi eins og verkfæraleigu, munasafni eða rafskútum
 • Gjafabréf á hjlóðbókaveitu eða tónlistarveitu
 • Ef að við kaupum nýja hluti þá reynum við að velja hluti sem eru umhverfisvottaðir t.d. svansmerkt kerti. Einnig með textíl þ.e. föt, rúmföt og handklæði sem eru með umhverfisvottun t.d ökotex vottun eða GOTS vottun