Mörgum kann að finnast erfitt að geyma mat án þess að plast komi þar við sögu. Ýmsar leiðir eru þó færar.
- Nýtum glerkrukkur og önnur ílát sem falla til á heimilinu undir matarafganga í stað þess að kaupa ný plastbox.
- Geymum matarafganga í skál og leggjum disk yfir.
Geymum samlokur í margnota nestispokum eða pappa.
- Á ferðalögum, setjum drykki á margnota flöskur eða flöskur sem falla til á heimilinu frekar en að kaupa drykki í einnota umbúðum.
- Sleppum matarfilmunni og notum býflugnavaxfilmu í staðinn. Þær má kaupa en einnig má finna leiðbeiningar á netinu um hvernig má búa þær til.
- Ef við notum rennilásaplastpoka, er ráðlegt að þvo þá eftir notkun og nota þá aftur og aftur.
Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.