Þann 1. september n.k. mun árvekniátakið Plastlaus september hefjast með opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 12-16. Í salnum verður markaður með plastlausar vörur auk kynningarbása þar sem hægt er að fá hugmyndir og fræðast. Klukkan 12 mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra setja átakið og afhenda Bláskelina, nýja viðurkenningu fyrir plastlausa lausn. Einnig verða fræðsluerindi: Margrét Hugadóttir frá Landvernd og Björn Steinar og Brynjólfur frá Plastplani.
Read More