Press Enter / Return to begin your search.

Opnunarhátíð Ráðhúsi Reykjavíkur, 1. september 2019 – Markaður, Erindi, fræðsla

Þann 1. september n.k. mun árvekniátakið Plastlaus september hefjast með opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 12-16. Í salnum verður markaður með plastlausar vörur auk kynningarbása þar sem hægt er að fá hugmyndir og fræðast. Klukkan 12 mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra setja átakið og afhenda Bláskelina, nýja viðurkenningu fyrir plastlausa lausn. Einnig verða fræðsluerindi: Margrét Hugadóttir frá Landvernd og Björn Steinar og Brynjólfur frá Plastplani.

Read More

Plastgleði þín og plastsorg 28. september 2017

Ráðstefnan er skipulögð af aðstandendum árvekniátaksins Plastlaus september í samstarfi við námsbraut umhverfis- og auðlindafræða og stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Ísland og verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu verður fjallað um plastmengun í hafi og aðgerðir Evrópusambandsins, rætt um örplast í fráveitu, endurvinnslumöguleika og svo það hvað við Íslendingar erum að gera til þess að sporna við ofgnótt plasts í umhverfinu.

Read More