Ráðstefnan er skipulögð af aðstandendum árvekniátaksins Plastlaus september í samstarfi við námsbraut umhverfis- og auðlindafræða og stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Ísland og verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu verður fjallað um plastmengun í hafi og aðgerðir Evrópusambandsins, rætt um örplast í fráveitu, endurvinnslumöguleika og svo það hvað við Íslendingar erum að gera til þess að sporna við ofgnótt plasts í umhverfinu.
Read More