Press Enter / Return to begin your search.

Borðað að heiman

Sleppum því að versla vöru sem sett er í frauðplast. Veljum staði sem pakka matnum í niðurbrjótanlegar umbúðir (jurtatrefjar eða álíka). Veljum staði sem nota leirtau og hnífapör sem er vaskað upp – ekki einnota. Ef við förum á stað með einnota hnífapörum, tökum okkar eigin með okkur. Jafnvel úr plasti, því það að endurnota plasthnífapör er betra en að nota einnota. Afþökkum rör og plastlok þegar við fáum okkur drykk. Til að taka með heim Komum með eigið ílát og sjáum hvort við getum fengið matinn í það. Stöldrum við og borðum á staðnum ef það er eina leiðin […]

Read More

Geymsla matvæla og nesti

Mörgum kann að finnast erfitt að geyma mat án þess að plast komi þar við sögu. Ýmsar leiðir eru þó færar. Nýtum glerkrukkur og önnur ílát sem falla til á heimilinu undir matarafganga í stað þess að kaupa ný plastbox. Geymum matarafganga í skál og leggjum disk yfir. Geymum samlokur í margnota nestispokum eða pappa. Á ferðalögum, setjum drykki á margnota flöskur eða flöskur sem falla til á heimilinu frekar en að kaupa drykki í einnota umbúðum. Sleppum matarfilmunni og notum býflugnavaxfilmu í staðinn. Þær má kaupa en einnig má finna leiðbeiningar á netinu um hvernig má búa þær til. […]

Read More
Instagram has returned invalid data.

Instagram @ plastlausseptember