Press Enter / Return to begin your search.

10 leiðir fyrir börn til að minnka plastnotkun

Veggspjald A4 stærð: 10 leiðir fyrir börn til að minnka plastnotkun (Prentanlegt) Það er mikilvægt fyrir börn að muna að þau bera ekki ábyrgð á plastvandanum heldur fullorðnir. Börn geta samt gert ýmislegt sjálf til að draga úr plastnotkun og minnt fullorðna fólkið á ábyrgð sína t.d. með því að tala við foreldra og kennara eða senda tölvupóst á fyrirtæki eða stjórnmálafólk. Hvaða ráð gefa börn öðrum börnum? Eldey 11 ára : Biðja fjölskylduna um að flokka plast frá öðru rusli Ekki kaupa plaströr eða plasthnífapör, notað hnífapörin heima og fjölnota rör Ísbúð ekki þiggja plastlok, takið með skeið eða […]

Read More

Framkvæmdir og garðurinn

Þegar kemur að því að draga úr plastnotkun við framkvæmdir og garðvinnu eru margar leiðir færar, flestar felast í að endurnýta og samnýta. Framkvæmdir Endurnýtum það sem hægt er t.d. málnigarplast Skoðum hvort það sem okkur vantar sé til notað t.d. í Efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða og Breiðhellu eða spyrjumst fyrir í hópum á Facebook Veljum umhverfisvottaðar vörur þegar það er hægt t.d. penslasápu Flestöll málning inniheldur plast en kalkmálning er plastlaus. Flestum hentar að velja svansvottaða málningu (sem inniheldur þó plast). Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið árið 2019 má gera ráð fyrir að þriðja stærsta […]

Read More

Jólaundirbúningur

  Jólaundirbúningur Margar leiðir eru færar til að draga úr plastnotkun í jólaundirbúningi: Jóladagatöl: Notast við fjölnota dagatöl, ef það þarf að pakka hverri gjöf inn þá er um að gera að nota gömul tímarit, bækur eða endurnýta jólapappírinn frá því í fyrra. Einnig er sniðugt að sauma litla poka sem hengdir eru á dagatalið og notaðir eru aftur og aftur.  Hugmyndir að gjöfum: Sælgæti Heimatilbúin persónuleg bókamerki Blýantar Sokkar eða annan smáfatnað sem vantar Snyrtivörur eins og sápu, baðbombu, tannkrem og bambustannbursta Kaupa notuð leikföng Trélitir, snjallt að skipta upp og gefa e.t.v. 1-3 í einu Hárteygjur (umhverfisvænar) Fjölnota […]

Read More

Plastlaus lífstíll

Á þessari heimasíðu er að finna ráð til að minnka plastnotkun í daglegu lífi. Einnig er hægt að fá góð ráð um plastlausan lífstíl, hafa skoðanaskipti, koma með ábendingar og deila eigin reynslu á helstu samfélagsmiðlum átaksins sem eru eftirfarandi:

Read More

Matarinnkaup

Líklega eru matarinnkaup mesta uppspretta einnota plasts sem fellur til á íslenskum heimilum. Í þessum kafla finnurðu nokkur ráð til að sporna við því.

Read More

Börn

Hér eru nokkur ráð til að draga úr plastnotkun sem tengist börnum og umönnun þeirra. Bleyjur: Notum taubleyjur í staðinn fyrir eða með einnota  umhverfisvottuðum bleyjum. Kynning og leiðbeiningar (PDF): Taubleyjur fyrir byrjendur Blauturrkur: Notum margnota þvottastykki í stað einnota blautþurrka. Barnaleikföng: Veljum leikföng úr náttúrulegum efnum, í stað plasts. Kaupum færri ný leikföng. Kaupum frekar notuð leikföng og nýtum okkur skiptimarkaði. Barnaafmæli: Notum eigin borðbúnað í stað þess að kaupa einnota diska og glös sem við svo hendum. Ef ekki er til nóg af borðbúnaði á heimilinu, fáum þá lánað. Notum taudúk á borðið í barnaafmælum og skrautlengjur úr pappír í stað þess […]

Read More

Matreiðsla

Í eldhúsinu er auðvelt að innleiða önnur efni en plast. Þó er óþarfi að henda öllu plasti sem þar er að finna. Hluti má endurnýja smátt og smátt eftir því sem þeir slitna. Eldhúsáhöld: Veljum frekar skálar, sleifar og þess háttar úr tré, gleri, málmi eða leir. Uppþvottabursti: Notum trébursta eða margnota klút í stað uppþvottabursta úr plasti. Ruslafata: Nokkrar leiðir eru færar: Sumir geta sleppt ruslapoka, aðrir nota dagblöð eða poka sem til falla á heimilinu (t.d. undan klósettpappír eða morgunkorni). Ef ekkert af þessu hentar er hægt að nota maíspoka. Matreiðsla: Oft má spara plastnotkun með því að […]

Read More

Snyrtivörur

Það er margt hægt að gera til að minnka plastnotkun á baðherberginu. Sumar breytingar eru auðveldar, aðrar krefjast aðeins meira af okkur. Í raun er hægt að gera baðherbergið næstum alveg plastlaust ef viljinn er fyrir hendi.   Krem og sápur: Plastagnir er að finna í mörgum snyrtivörum. Forðumst snyrtivörur sem hafa polyethylene, nylon og polypropylene meðal innihaldsefna.   Handsápur: Auðvelt er að skipta út fljótandi handsápu í plastílátum fyrir sápustykki sem koma í pappírsumbúðum. Þau endast mun lengur er fljótandi sápan og þar sem þau taka minna pláss í flutningum bera þau einnig minna kolefnisfótspor. Einnig eru sölustaðir um […]

Read More

Gæludýr

Ýmsar leiðir eru færar til að minnka plast fyrir gæludýr. Hundaskítur: Notum pappírspoka eða dagblað til að hirða upp skítinn eftir hundinn í stað þess að nota plastpoka. Kattasandur: Notum kattasand sem kemur í pappírsumbúðum frekar en þann sem kemur í plasti. Gæludýramatur: Kaupum gæludýramat sem seldur er í pappaumbúðum frekar en plasti. Hundabein má fá í lausu, veljum þau í stað þeirra sem pakkað er í plast. Gæludýradót: Kaupum vörur úr tré frekar en plasti fyrir dýrin, s.s. stiga og hús fyrir fuglana, mýsnar og hamstrana. Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða […]

Read More
Instagram has returned invalid data.

Instagram @ plastlausseptember