Press Enter / Return to begin your search.

Börn

Hér eru nokkur ráð til að draga úr plastnotkun sem tengist börnum og umönnun þeirra. Bleyjur: Notum taubleyjur í staðinn fyrir eða með einnota  umhverfisvottuðum bleyjum. Kynning og leiðbeiningar (PDF): Taubleyjur fyrir byrjendur Blauturrkur: Notum margnota þvottastykki í stað einnota blautþurrka. Barnaleikföng: Veljum leikföng úr náttúrulegum efnum, í stað plasts. Kaupum færri ný leikföng. Kaupum frekar notuð leikföng og nýtum okkur skiptimarkaði. Barnaafmæli: Notum eigin borðbúnað í stað þess að kaupa einnota diska og glös sem við svo hendum. Ef ekki er til nóg af borðbúnaði á heimilinu, fáum þá lánað. Notum taudúk á borðið í barnaafmælum og skrautlengjur úr pappír í stað þess […]

Read More

Í eldhúsinu

Í eldhúsinu er auðvelt að innleiða önnur efni en plast. Þó er óþarfi að henda öllu plasti sem þar er að finna. Hluti má endurnýja smátt og smátt eftir því sem þeir slitna. Eldhúsáhöld: Veljum frekar skálar, sleifar og þess háttar úr tré, gleri, málmi eða leir. Uppþvottabursti: Notum trébursta eða margnota klút í stað uppþvottabursta úr plasti. Ruslafata: Nokkrar leiðir eru færar: Sumir geta sleppt ruslapoka, aðrir nota dagblöð eða poka sem til falla á heimilinu (t.d. undan klósettpappír eða morgunkorni). Ef ekkert af þessu hentar er hægt að nota maíspoka. Matreiðsla: Oft má spara plastnotkun með því að […]

Read More

Í baðherberginu

Það er margt hægt að gera til að minnka plastnotkun á baðherberginu. Sumar breytingar eru auðveldar, aðrar krefjast aðeins meira af okkur. Í raun er hægt að gera baðherbergið næstum alveg plastlaust ef viljinn er fyrir hendi.   Krem og sápur: Plastagnir er að finna í mörgum snyrtivörum. Forðumst snyrtivörur sem hafa polyethylene, nylon og polypropylene meðal innihaldsefna.   Handsápur: Auðvelt er að skipta út fljótandi handsápu í plastílátum fyrir sápustykki sem koma í pappírsumbúðum. Þau endast mun lengur er fljótandi sápan og þar sem þau taka minna pláss í flutningum bera þau einnig minna kolefnisfótspor. Einnig eru sölustaðir um […]

Read More

Gæludýr

Ýmsar leiðir eru færar til að minnka plast fyrir gæludýr. Hundaskítur: Notum pappírspoka eða dagblað til að hirða upp skítinn eftir hundinn í stað þess að nota plastpoka. Kattasandur: Notum kattasand sem kemur í pappírsumbúðum frekar en þann sem kemur í plasti. Gæludýramatur: Kaupum gæludýramat sem seldur er í pappaumbúðum frekar en plasti. Hundabein má fá í lausu, veljum þau í stað þeirra sem pakkað er í plast. Gæludýradót: Kaupum vörur úr tré frekar en plasti fyrir dýrin, s.s. stiga og hús fyrir fuglana, mýsnar og hamstrana. Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða […]

Read More

Samgöngur

Örplast (plastagnir minni en 5 mm að þvermáli) í umhverfinu er tiltölulega nýuppgötvuð ógn. Fyrsta rannsóknin sem gerð var á örplasti í neysluvatni á Íslandi var gerð í árið 2018. https://www.veitur.is/frett/litid-orplast-i-vatninu-en-finnst-tho Örplast í umferðinni hefur ekki verið mælt markvisst hérlendis https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/03/19/ekki_fylgst_serstaklega_med_orplastinu/ en hægt er að miða við tölur frá nágrannalöndunum t.d. Danmörku þar sem talið er að um 60% örplasts í umhverfinu komi frá bíldekkjum https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/05/02/einungis_litid_brot_orplasts_fra_snyrtivorum/ og Noregi: https://vegnett.no/2018/03/bildekk-er-den-storste-kilden-til-mikroplast/?fbclid=IwAR3qVj0P9ZAEu247uC8UVzzIFg1Nu6vw69cuUG3m6uq7h0AcQ1D1eEAfdw0 Örplast hafnar á endanum í vatninu sem við drekkum og í lífverunum sem við borðum. Áhrifaríkasta leiðin til að forðast framleiðslu örplasts er því að nota einkabílinn sem minnst. Göngum, hjólum […]

Read More

Föt, þvottur og þrif

Hér fylgja nokkur ráð til að minnka notkun á plasti tengdu hreinlætisvörum. Blautklútar: Blautklútar eru gerðir úr plasti og umbúðirnar einnig. Hættum að nota blautklúta og notum frekar fjölnota tuskur. Hreinsiefni: Minnkum notkun á hreinsiefnum. Ef við notum minna af hreinsiefnum þá þurfum við sjaldnar að kaupa þau og þá notum við minna plast. Einfalt er að gera sín eigin heimagerðu hreinsiefni og minnka þannig umbúðanotkun. Einnig er hægt að kaupa áfyllingu á ýmis hreinsiefni. Þvottaklemmur: Notum tréklemmur eða málmklemmur í stað plastklemma. Þvottaefni: Kaupum þvottaefni í pappírsumbúðum eða áfyllanlegum umbúðum. Einnig má nota sumt sem leynist í eldhússkápunum svo […]

Read More

Gjafir

Það getur verið áskorun að finna gjafir sem innihalda ekki plast en hér eru nokkur ráð. Að gefa Veljum leikföng og aðrar gjafir úr tré eða taui frekar en úr plasti (ekki flísefni heldur). Veljum upplifun s.s. bíómiða, leikhúsmiða eða inneign á veitingastað. Gefum bók (notaða eða nýja sem ekki er í plasti). Gefum mat af ýmsu tagi (súrsað grænmeti í krukku,  góðan ost eða kæfu). Búum til gjafir (sápu, sultu, smákökur). Gefum blóm (ekki láta pakka þeim í plast). Notum band eða garn í stað límbands þegar við pökkum gjöfinni inn. Einnig er hægt að fá plastlaus límbönd. Endurnýtum […]

Read More

Borðað að heiman

Sleppum því að versla vöru sem sett er í frauðplast. Veljum staði sem pakka matnum í niðurbrjótanlegar umbúðir (jurtatrefjar eða álíka). Veljum staði sem nota leirtau og hnífapör sem er vaskað upp – ekki einnota. Ef við förum á stað með einnota hnífapörum, tökum okkar eigin með okkur. Jafnvel úr plasti, því það að endurnota plasthnífapör er betra en að nota einnota. Afþökkum rör og plastlok þegar við fáum okkur drykk. Til að taka með heim Komum með eigið ílát og sjáum hvort við getum fengið matinn í það. Stöldrum við og borðum á staðnum ef það er eina leiðin […]

Read More