Hér eru nokkur ráð til að draga úr plastnotkun sem tengist börnum og umönnun þeirra. Bleyjur: Notum taubleyjur í staðinn fyrir eða með einnota umhverfisvottuðum bleyjum. Kynning og leiðbeiningar (PDF): Taubleyjur fyrir byrjendur Blauturrkur: Notum margnota þvottastykki í stað einnota blautþurrka. Barnaleikföng: Veljum leikföng úr náttúrulegum efnum, í stað plasts. Kaupum færri ný leikföng. Kaupum frekar notuð leikföng og nýtum okkur skiptimarkaði. Barnaafmæli: Notum eigin borðbúnað í stað þess að kaupa einnota diska og glös sem við svo hendum. Ef ekki er til nóg af borðbúnaði á heimilinu, fáum þá lánað. Notum taudúk á borðið í barnaafmælum og skrautlengjur úr pappír í stað þess […]
Read More