Press Enter / Return to begin your search.

Framkvæmdir og garðurinn

Þegar kemur að því að draga úr plastnotkun við framkvæmdir og garðvinnu eru margar leiðir færar, flestar felast í að endurnýta og samnýta. Framkvæmdir Endurnýtum það sem hægt er t.d. málnigarplast Skoðum hvort það sem okkur vantar sé til notað t.d. í Efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða og Breiðhellu eða spyrjumst fyrir í hópum á Facebook Veljum umhverfisvottaðar vörur þegar það er hægt t.d. penslasápu Flestöll málning inniheldur plast en kalkmálning er plastlaus. Flestum hentar að velja svansvottaða málningu (sem inniheldur þó plast). Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið árið 2019 má gera ráð fyrir að þriðja stærsta […]

Read More

Hvað er örplast?

Örplast eru plastagnir sem eru minni en 5 mm í þvermál og sjást oftast ekki með berum augum. Örplast er allstaðar á jörðinni, í andrúmsloftinu og í dýpstu hafsprungum. Örplast er hluti af svifryki (nanóagnir t.d.) og koma þær aðallega frá bíldekkjum og götumerkingum. Þegar örplast er orðið að nanó-ögnum þá á það mjög greiða leið inn í líkama okkar í gegnum öndunarfærin. Norðmenn hafa gefið út meðmæli um hvaða aðgerðir geta dregið úr því að örplast berist af götunum og út í sjó. Þessi meðmæli eru: nota bílinn minna, bæta þrif á vegum, minnka notkun á nagladekkjum, vistakstur og […]

Read More

Plöntuskiptimarkaður á Bókasafni Reykjanesbæjar

Laugardaginn 4. september 2021, kl. 11.00 – 17.00 hefst plöntuskiptimarkaður í bókasafninu. Allir áhugasamir geta mætt og skiptst á inniplöntum og afleggjurum við aðra. Gullna reglan er planta á móti plöntu.
Markaðurinn stendur yfir frá 4. – 8. september. Opið virka daga milli 9.00-18.00.
Kjörið tækifæri til að deila með öðrum og gera góð skipti!
Viðburðurinn er í samstarfi við Plastlausan september.

Read More

Fræðsla

Frá upphafi hefur Plastlaus september staðið fyrir endurgjaldslausri fræðslu í skólum en misjafnt hefur verið hvernig það hefur verið útfært á milli ára. Ákveðið hefur verið að setja fókus á að útbúa áreiðanlegt, aðgengilegt og myndrænt fræðsluefni sem  vonandi nýtist sem flestum áhugasömum nemendum á öllum skólastigum um allt land. Efnið er aðgengilegt heimasíðu plastlaus septembers á íslensku, ensku og pólsku á heimasíðu okkar. Einnig er mikið efni að finna á samfélagsmiðlum Plastlauss septembers; Facebook “like” síðunni, í umræðuhóp á Facebook (plastlaus september – umræðuhópur) og síðast en ekki síst á Instagram. Skólar um allt land eru að gera áhugaverð […]

Read More

Málþing: Frá upphafi til enda – Plast í íslenskri matvælaframleiðslu

Þann 30. september kl. 17.00 verður málþingið “Frá upphafi til enda – plastnotkun í íslenskri matvælaframleiðslu” haldið í Veröld – Húsi Vigdísar. Rætt verður um þær áskoranir sem framleiðendur, seljendur, neytendur og móttökuaðilar sorps standa frammi fyrir með að minnka plastið og hvaða tækifæri eru til staðar til að gera betur. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður viðburðurinn lokaður en við hvetjum alla til að fylgjast með málþinginu í streymi hér: https://www.youtube.com/user/HIvarp/live Dagskrá: Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri MSKristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumannaÞóra Þórisdóttir, framkvæmdastjóri NándarinnarÞóra Margrét Þorgeirsdóttir, neytandi minnasorp.comGyða S. Björnsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá SORPU   Fundarstjóri: Gréta María […]

Read More

Breytum til hins betra

Stundum stöndum við frammi fyrir vanda sem er svo stór að við vitum ekki hvernig hægt er að vinna á honum. Plastmengun í heiminum er af slíkri stærðargráðu. Eins og önnur mengun þekkir plastmengun engin landamæri; hinar afskekktu Hornstrandir þar sem enginn býr eru fullar af plasti frá útlöndum og plastruslið okkar frá Íslandi flýtur lengst norður á Svalbarða. Við erum alltaf að læra meira um plastmengun t.d. að plast eyðist ekki heldur brotnar niður í örplast sem finnst nú á hæstu fjallstindum og dýpstu sjávarálum jarðar. Það finnst líka i dýrum og drykkjarvatni á Íslandi. Fyrir fjórum árum sátu […]

Read More

Plastlaust popup

Eftirfarandi verslanir taka þátt í Plastlausu popupi sem stendur 5. og 6. september 2020 eða í 48 tíma frá miðnætti aðfararnótt laugardags til miðnættis aðfararnótt mánudags, smelltu á hlekkina og kynntu þér tilboðin, flestar verslananna nota kóðann ‘plastlaus20’ til að framkalla afsláttinn þó að í einhverjum tilfellum sé hann settur beint á vöruna og þá er það tekið fram hér að neðan: Anna Rósa grasalæknir – 20% afsláttur af 24 stunda hrukkukremi. Austurlands Food Coop Farvi – 20% afsláttur af öllum vörum með kóðanum plastlaus20 Fjölnota – 15% afsláttur af öllum vörum með kóðanum plastlaus20. Fill Ísland – 15% afsláttur […]

Read More

Gjafir og jólaundirbúningur

Það getur verið áskorun að finna gjafir sem innihalda ekki plast en hér eru nokkur ráð. Að gefa Veljum leikföng og aðrar gjafir úr tré eða taui frekar en úr plasti (ekki flísefni heldur). Veljum upplifun s.s. bíómiða, leikhúsmiða eða inneign á veitingastað. Gefum bók (notaða eða nýja sem ekki er í plasti). Gefum mat af ýmsu tagi (súrsað grænmeti í krukku,  góðan ost eða kæfu). Búum til gjafir (sápu, sultu, smákökur). Gefum blóm (ekki láta pakka þeim í plast). Notum band eða garn í stað límbands þegar við pökkum gjöfinni inn. Einnig er hægt að fá plastlaus límbönd. Endurnýtum […]

Read More