Press Enter / Return to begin your search.

Framleiðsla á plasti hefur margfaldast tuttugufalt frá árinu 1964 og heldur áfram að aukast. Samkvæmt tölum frá árinu 2014 henda Norðurlandabúar um 70.000 tonnum af plasti á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar hafa hrundið af stað alheimsátaki gegn plastmengun í höfum, en eitt af meginmarkmiðum átaksins er að binda enda á notkun einnota plastumbúða. Frakkar eru sú þjóð sem hafa gengið hvað lengst í þáttöku í átakinu en þeir hafa bannað einnota plastpoka í verslunum og einnota borðbúnað úr plasti. Í samanburði henda Íslendingar um 70 milljónum plastpoka á ári hverju, sem eru um 1.120 tonn af plasti. Þar sem gert er ráð fyrir að ca. 2 kg af olíu til að framleiða 1 kg af plasti þá þarf 2.240 tonn af olíu til að framleiða alla þá plastpoka sem Íslendingar henda árlega.

Íslendingar henda almennt einnota plasti strax eftir notkun. Talið er að hver plastpoki sé notaður í um 25 mínútur að meðtaltali. Hver einn og einasti Íslendingur skilur eftir sig um 40 kg af úrgangi umbúðarplasts á ári.

Já. Þú mátt keyra bílinn þinn. Enga vitleysu.

Flokkun á plasti skiptist í flokkun á umbúðum, sem gefa úrvinnslugjald, og svo því plasti sem ekki ber úrvinnslugjald. Það plast sem ber ekki úrvinnslugjald er til dæmis að finna í garðstólum, þvottabölum og snjóþotum. Þess háttar plast þarf að fara með á móttökustaði sorpu eða sambærilegs fyrirtækis í þínu sveitarfélagi – nema það komist fyrir í plasttunnunni þinni.

Taka þarf plastumbúðir sem búið er að nota og þrífa það og þurrka áður en umbúðunum er hent í plasttunnuna. Ef það er ekki gert er plastið tekið frá þegar komið er í sorpstöðina og sett í urðum. Því hvetjum við fólk til þess að flokka og gæta þess að plastið sé bæði hreint og þurrt.

Nánari upplýsingar og fróðleik um flokkun plasts má finna í flokkunarleiðbeiningum Sorpu .

Mikilvægt er að endurnýta/nota,  endurvinna og draga úr neyslu. Þá skiptir sköpum að hætta notkun á öllum óþarfa einnota umbúðum eins og rörum, plasthnífapörum og plastpokum. Við ættum öll að kappkosta að draga verulega úr allri notkun einnota umbúða, alveg sama úr hvaða efni þær eru.

Sveitafélög um allt land bera ábyrgð á sorphirðu og að Ísland nái markmiðum um endurvinnslu. Við hvetjum því fólk til þess að hafa samband við sitt sveitafélag eða fara inn á heimasíðu þess og kynna sér málin.

Þú getur hent plasti annaðhvort í grenndargáma eða þar til gerðar tunnur. Það
fer eftir því í hvaða sveitafélagi þú býrð í hvaða tunnu má henda plasti, en hjá
sumum er það í bláu tunnuna á meðan í öðrum er það í þá grænu.

Á Íslandi er lang mest af plastumbúðum og plastflöskum sem fara í endurvinnslu pressað saman í bagga, sett í gám og flutt úr landi til t.d. fyrirtækis í Svíþjóð sem heitir Stenarecycling. Þar er plastið endurunnið eða brennt til orkuvinnslu.

Byrjað var að framleiða plast þegar tæknin til þess var uppgötvuð upp úr aldamótunum 1900. Til framleiðslunnar þarf jaðefnaeldsneyti, þ.e. olíu og gas en það eru þrjótandi auðlindir. Olíu er dælt upp úr jörðinni og er hreinsuð í sérstökum olíuhreinsunarstöðvum. Í stuttu máli má segja að þegar jarðefnaeldsneyti er hreinsað og unnið þá myndast hvarfgjarnar sameindir. Þessum sameindum er sem safnað saman og blandað við ákveðinn hvata. Í þessu ferli verða til langar keðjusameindir sem kallaðar eru fjölliður. Úr þessum fjölliðum myndast fljótandi massi sem auðvelt er að forma. Með mismunandi uppröðun fjölliðanna  (þ.e. hvernig þær raðast saman) fáum við mismunandi plastefni. Í plastframleiðslu er einnig bætt við öðrum grunneiningum af efnum (t.d. klóreten) til þess að hafa áhrif á eiginleika plastsins. fjölliðanna  Með mismunandi vinnsluaðferðum á hráolíu er hægt að vinna mismunandi gerðir af plastefnum.

Plast er gjarnan flokkað í sjö flokka og við sjáum oft endurvinnslumerki með tölustaf inni í. Plastflokkarnir eru:
PETE 1 er PET plast og er verðmætt plast þar sem það hentar vel til endurvinnslu. Finnst m.a. í gosflöskum.

HDPE 2 er high density pólúetýlen sem er eitt algengasta plastið og við finnum það m.a. í umbúðum á snyrtivörum. Þetta plast hentar einnig vel til endurvinnslu.

PVC 3 er PVC plast eða pólývíkílklóríð og er notað t.d. í regnföt, stígvél, sturtuhengi, leikföng, vaxdúka, rafmagnskapla, frárennslisrör o.fl. Notkun á PVC plasti leiðir af sér að hættuleg efni eins og þalöt, þungmálmar (blý, kvikasilfur, kadmíum) og díóxín geta losnað út í umhverfið. Þalöt (e. phtalates) eru sett í plast til að mýkja það og gefa því sveigjanleika. Nokkrar gerðir þalata geta raskað hormónastarfsemi líkamans,  geta t.d haft skaðleg áhrif á frjósemi og eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum en þalöt hafa fundist í brjóstamjólk. Evrópusambandið hefur sett reglur sem banna notkun tiltekinna þalata í leikföng. PVC plasti ætti alltaf að skila á sorphirðustöðvar til förgunar.

PE-LD 4 er low density pólýetýlen og er t.d. notað í margar gerðir plastpoka. Þetta efni hentar einnig vel til endurvinnslu.

PP 5 eða pólýprópýlen er notað í umbúðir á matvælum (tómatsósur, skyrdósir o.fl.). þetta efni hentar til endurvinnslu.

PS 6 er pólýstýren sem finnst m.a. í matarílátum eins og frauðplastbökkum.

Aðrar/other 7 – sjöundi flokkurinn er safnflokkur fyrir ýmislegt annað plast. Hér er t.d. ABS plast sem finnst í LEGO kubbum.

Skolaðu þær bara burt. Þetta er ekki flókið.

Hægt er að setja dagblöð í botninn á ruslafötunni og tæma úr fötunni sjálfri í tunnuna. Sú aðferð heillar eflaust ekki þá sem hafa áhyggjur af því að laust rusl geti auðveldlega fokið. Einnig hafa sorpvinnsluaðilar hafið sölu á pokum úr niðurbrjótanlegum efnum t.d. maíspokum.

Velji einstaklingar að setja plastpoka í heimilissorptunnurnar þá er æskilegt að nota gráu plastpokana sem eru seldir í rúllum en þeir eru úr endurunnu plasti.

Allt fer þetta eftir aðstæðum hvers og eins. Lykilatriðið er, að ef þú byrjar að flokka heimilissorp almennilega þar sem þú endurvinnur plast, pappír, gler, málm og lífrænan úrgang, þá minnkar heimilissorpið verulega. Og því minna heimilissorp sem fellur til, því færri poka þarftu að nota á árið í ruslafötuna. Minni og meðvitaðri neysla leiðir af sér minna sorp.

Íslendingar eru duglegir að endurvinna plastflöskur og heyrúlluplast, en flöskurnar bera skilagjald sem neytandinn fær til baka þegar hann skilar þeim í endurvinnslu. Annað plast, eins og umbúðaplast, skilar sér illa en einungis 10-11% þess skilar sér í endurvinnslutunnur. Samanlagt skilar sér því um 30% plasts í endurvinnslu og þessvegna er um 70% alls umbúðaplasts urðað hér á landi. Við Íslendingar verðum að standa okkur betur í endurvinnslu á plasti. Sem dæmi má nefna að um 8% framleiddra plastpoka enda í hafinu sem jafngildir um 5 milljónum plastpoka árlega á Íslandi.

Plast kemur oft við sögu í daglegu lífi og finnst t.d. í öryggisbúnaði (barnabílstólar, hjálmar og öryggisgleraugu) og t.d.í mörgum hlutum tengdum heilbrigðisgeiranum. Plast er efni sem hefur valdið umbyltingu á mörgum vígstöðum. Mataröryggi mannsins hefur batnað þar sem matvæli geta nú geymst lengur vegna plastumbúða. Allskonar vörur sem auðvelda okkur lífið eru gerðar úr plasti, svo sem farsímar, tölvur, burðarpokar og fleira. Það er plast í flugvélum og bílum sem gerir farartækin léttari sem gerir það að verkum að þau þurfa minna eldsneyti. Plastið endist ótrúlega lengi sem getur verið mikill kostur í vörum sem eiga að endast og duga lengi. Plast er því alls ekki alslæmt, það á bara ekki að vera framleitt til þess að vera einnota.

Svarið við þessari spurning er ekki alveg eins auðvelt og ætla mætti. Framleiðsla á áli hefur í för með sér mikil umhverfisáhrif þar sem ál er búið til úr báxíti sem er málmgrýti sem inniheldur mikið áil. Álframleiðsla snýst um að ná álinu úr berggrýtinu og út úr þessu framleiðsluferli kemur, í stuttu máli, aðallega tvennt: annars vegar fíngert hvítt duft (súrál) og svo þykk rauð leðja sem inniheldur vítissóda. Þessi rauða leðja er allra jafna einskins nýt. Landeyðingin í álframleiðslu, þ.e. landið sem fer til spillis vegna námugraftar eftir báxítinu, er verulegt umhverfisvandamál.  Það að framleiða einnota plastflösku úr nýju hráefni, flytja hana og urða hefur minni umhverfisáhrif heldur en einnota áldós úr nýju hráefni. Lykilorðið hér er samt sem áður ”einnota”. Við endurvinnslu á áli þarf einungis 5% af þeirri orku sem þarf til að gera nýja áldós í fyrsta sinn.  Það eru því margar breytur sem þarf að huga að áður en svar fæst við þessari spurning.

Málmar henta vel sem umbúðir þar sem þeir eru verðmætir og skila sér því vel inn til endurvinnslu. Mikill ávinningur felst í því að endurvinna málma en það er oft hægt að endurvinna suma málmategundir aftur og aftur. Vínbúðin birti nýlega umfangsmikla skýrslu um lífsferilsgreiningu áfengisumbúða og niðurstaðan var sú að best væri að kaupa bjór í dós og vín í fernum og boxum.

Framleiðsla á gleri er verri fyrir umhverfið heldur en framleiðsla á plasti en í lok notkunar á vörunni hefur glerið ekki eins mikil áhrif þegar það kemur út í náttúruna þar sem gler er steinefni. Ekki er hægt að framleiða nýjar glerumbúðir í aðrar glerumbúðir og það sama á við um plastið en ekki er hægt að endurvinna plastflösku í aðra plastflösku. Hinsvegar er hægt að endurvinna plastið í annars konar vörur eins og flíspeysur. Vandamálið við þær er svo það örplast sem fellur til við þvott á þeim sem skolast svo út í sjó með þvottavatninu. Það er umhverfisvænna að flytja vörur í léttari umbúðum, eins og t.d. plast heldur en í glerumbúðum einungis vegna þess að plast er léttara en gler.

Á Íslandi er ekki verið að endurvinna gler heldur er það mulið og notað í uppfyllingarefni. Gler sem einnota umbúðir er því ekki góður kostur en ef þú notar umbúðirnar aftur og aftur horfir dæmið allt öðruvísi við. Ef við notum plastumbúðir og endurvinnum þær, gæti það verið mögulegra skárra en einnota glerumbúðir. Meðferð okkar á umbúðum er lykilatriði, þ.e. erum við að skila þeim á rétta staði í endurvinnslu eftir notkun.

Plast brotnar ekki niður í náttúrunni þannig að það verði aftur að jarðvegi meðtímanum en plastið brotnar í náttúrunni í smærri einingar. Oftast endar plast í
það smáum einingum að það fær heitið örplast. Örplast eru þær plastagnir sem eru 5mm eða minni í þvermál. Örplast er hættulegt vegna smæðar sinnar, þ.e. það á greiða leið inn í lífverur, það mælist í drykkjarvatni og í matvælum. Örplast er því komið inn í fæðukeðjuna og er farið að berast í okkur mennina.

Plast á víðavangi á greiða leið í hafið. Við höfum sennilegast öll séð myndir af lífverum sem hafa orðið fyrir barðinu á plasti sem hefur fokið eða borist í hafið.
Við ættum að gera allt í okkar valdi til að hefta að plast berist í hafið.

Önnur ástæða sem gæti höfðað til fólks, er sú að plast er framleitt úr olíu sem er þrjótandi auðlind. Olía er öflugt efni og við erum háð því á margan hátt, því
ættum við ekki að eyða því í óþarfa eins og að búa til lok á einnota kaffibollann.

Fræðandi myndband um flokkun plast má sjá á  Youtube.

Load More

  • Heimagerð jógúrt - auðveldara en maður heldur. 
Uppskrift í athugasemd fyrir neðan. 
#plastlausseptember #plastlaus #jogurt #zerowaste #slowfood
  • Hún Marta, sem er meðlimur í framkvæmdahópi PS, tók yfir instagram story í dag og fór meðal annars yfir þau markmið sem hún setti sér í september ♻️
  • Klaran er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Klaran.is er alltaf opin. 
#plastlausseptember #plastlaus
  • Grænviska er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Grænviska.is er alltaf opin.
  • Mena er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Mena.is er alltaf opin. 
#plastlausseptember #plastlaus
  • Modibodi er í Ráðhúsinu til klukkan 16. 
Modibodi.is er alltaf opið. 
#plastlausseptember #plastlaus

Instagram @ plastlausseptember